Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

518/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 353/2011 um aðbúnað og heilbrigði svína. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Óheimilt er að klippa skott grísa og gelda grísi án deyfingar. Þó er heimilt að gelda grísi yngri en 7 daga gamla samhliða verkjastillandi lyfjagjöf. Aðgerðir sem þessar skulu framkvæmdar af dýralækni eða þeim sem hefur fengið til þess leyfi frá Matvælastofnun. Ef grísir eru orðnir eldri en 7 daga gamlir skal gelding framkvæmd af dýralækni með deyfingu. Óheimilt að slíta eistu úr grísum. Einnig er óheimilt að klippa tennur grísa en þær skal slípa.

2. gr.

Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Hafi Matvælastofnun veitt framleiðanda frest til aðlögunar að ákvæðum reglugerðarinnar um húsakost og innréttingar er heimilt að klippa 1/3 hluta af skotti grísa á meðan á aðlögunarfresti stendur, ef dýralæknir metur það nauðsynlegt til að gæta að velferð dýranna. Aðgerðin skal framkvæmd samhliða verkjastillandi lyfjagjöf og ef við á samhliða geldingu. Aðgerðin skal framkvæmd af dýralækni eða þeim sem fengið hefur til þess leyfi Matvælastofnunar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júní 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Kristinn Hugason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica