Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

662/2012

Reglugerð um (63.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiða af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 26/2011 frá 14. janúar 2011 um leyfi fyrir E-vítamíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 218.

2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 171/2011 frá 23. febrúar 2011 um leyfi fyrir 6-fýtasa (EC 3.1.3.26), sem er framleiddur með Aspergillus oryzae DSM 14223, sem fóðuraukefni fyrir alifugla og fyrir svín og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 255/2005 (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd., fulltrúi er DSM Nutritional Products Sp. z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 169.

3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 184/2011 frá 25. febrúar 2011 um leyfi fyrir Bacillus subtilis C-3102 (DSM 15544) sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga, sem eru aldir til að verða varphænur, kalkúna, aukafuglategundir og aðra skraut- og veiðifugla (leyfishafi er Calpis Co. Ltd. Japan, fulltrúi er Calpis Co. Ltd. Europe Representative Office). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 172.

4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 212/2011 frá 3. mars 2011 um leyfi fyrir Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 175.

5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 221/2011 frá 4. mars 2011 um leyfi fyrir 6-fýtasa (EC 3.1.3.26), sem er framleiddur með Aspergillus oryzae DSM 14223, sem fóðuraukefni fyrir laxfiska (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd., fulltrúi er DSM Nutritional Products Sp. Z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 178.

6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 335/2011 frá 7. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1091/2009 að því er varðar lágmarksinnihald ensímblöndu af endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (MUCL 49755), og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (MUCL 49754), sem fóðuraukefnis í fóðri fyrir eldiskjúklinga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 181.

7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 336/2011 frá 7. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1292/2008 að því er varðar notkun á fóðuraukefninu Bacillus amyloliquefaciens CECT 5940 í fóður sem inniheldur díklasúríl, mónensínnatríum og níkarbasín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 184.

8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 337/2011 frá 7. apríl 2011 um leyfi fyrir ensímblöndu af endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa sem fóðuraukefni fyrir alifugla, fráfærugrísi og eldissvín (leyfishafi er Danisco Animal Nutrition). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 186.

9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 361/2011 frá 13. apríl 2011 um leyfi fyrir Enterococcus faecium NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd., fulltrúi er DSM Nutritional Products Sp. z o.o) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 943/2005. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 188.

10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 373/2011 frá 15. apríl 2011 um leyfi fyrir blöndu með Clostridium butyricum FERM-BP 2789 sem fóðuraukefni fyrir aukafuglategundir, að undanskildum varpfuglum, fráfærugrísi og aukategundir svína (eftir fráfærur) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 903/2009 (leyfishafi er Miyarisan Pharmaceutical Co. Ltd., fulltrúi er Miyarisan Pharmaceutical Europe S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 192.

11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 388/2011 frá 19. apríl 2011 um leyfi fyrir α-madúramísínammóníum sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Alpharma (Belgium) BVBA) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2430/1999. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 195.

12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2011 frá 19. apríl 2011 um leyfi fyrir ensímblöndu af endó-1,4-betaxýlanasa, súbtilisíni og α-amýlasa sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er Danisco Animal Nutrition). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 389.

13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 406/2011 frá 27. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2380/2001 að því er varðar samsetningu fóðuraukefnisins α-madúramísínammóníums. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 202.

14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 495/2011 frá 27. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2380/2001 að því er varðar samsetningu fóðuraukefnisins mónensínnatríums. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 204.

15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 496/2011 frá 20. maí 2011 um leyfi fyrir natríumbensóati sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (leyfishafi er Kemira Oyj). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 207.

16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 516/2011 frá 25. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 600/2005 að því er varðar notkun blöndu af Bacillus licheniformis DSM 5749 og Bacillus subtilis DSM 5750 í fóður sem inniheldur maurasýru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 71.

17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 528/2011 frá 30. maí 2011 um leyfi fyrir endó-1,4-β-xýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC PTA 5588), sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og eldissvín (leyfishafi er Danisco Animal Nutrition). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 209.

18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 532/2011 frá 31. maí 2011 um leyfi fyrir róbenidínhýdróklóríði sem fóðuraukefni fyrir kanínur til undaneldis og eldiskanínur (leyfishafi er Alpharma Belgium BVBA) og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2430/1999 og (EB) nr. 1800/2004. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 211.

19. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 574/2011 frá 16. júní 2011um breytingu á I. viðauka við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins 2002/32/EB, að því er varðar hámarksgildi fyrir nítrít, melamín, Ambrosia spp. og yfirfærslu (e. carry-over) tiltekinna hníslalyfja og vefsvipungalyfja, og um samsteypu á I. og á II. viðauka við hana. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 73.

20. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 868/2011 frá 31. ágúst 2011 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum (DSM 21762) og blöndu með Lactobacillus buchneri (DSM 22963) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 215.

21. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 881/2011 frá 2. september 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1137/2007 að því er varðar aukefnasamsetningu blöndu með Bacillus subtilis DSM 17299 (leyfishafi er Chr. Hansen A/S) og notkun hennar í fóður sem inniheldur maurasýru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 222.

22. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 885/2011 frá 5. september 2011 um leyfi fyrir Bacillus subtilis (ATCC PTA-6737) sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga, sem eru aldir til að verða varphænur, og fyrir eldisendur, kornhænur, fasana, akurhænur, perluhænsn, dúfur, eldisgæsir og strúta (leyfishafi er Kemin Europa N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 224.

23. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 886/2011 frá 5. september 2011 um leyfi fyrir 6-fýtasa (EC 3.1.3.26), sem er framleiddur með Trichoderma reesei (CBS 122001), sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfishafi er Roal Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 91.

24. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 887/2011 frá 5. september 2011 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium CECT 4515 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Norel SA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 93.

25. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 888/2011 frá 5. september 2011 um leyfi fyrir díklasúríli sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna (leyfishafi er Janssen Pharmaceutica N.V.) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2430/1999. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 95.

26. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1111/2011 frá 3. nóvember 2011 um leyfi fyrir Lactobacillus plantarum (NCIMB 30236) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2012, frá 1. maí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 98.

2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júlí 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica