Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

348/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 165/2012, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Í stað tölunnar "6" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.

2. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Óheimilt er að stunda veiðar á botnfisktegundum með grásleppu- og/eða rauðmaga­netum. Verði um óeðlilega veiði á skötuseli að ræða þannig að magn skötusels í þorsk­ígildum talið sé ítrekað svipað eða meira en magn grásleppu- og/eða rauðmaga­aflans í þorskígildum talið er Fiskistofu heimilt að svipta viðkomandi skip leyfi til grásleppu- og/eða rauðmagaveiða.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftir­breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. apríl 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica