Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1319/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. - Brottfallin

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um aðbúnað nautgripa.

2. gr.

Í stað 2. og 3. mgr. 1. gr. kemur eftirfarandi: Reglugerð þessi gildir um alla nautgripi.

3. gr.

Eftirfarandi orðskýringar í 2. gr. falla brott:

Mjaltaþjónn: Alsjálfvirkt mjaltatæki.
Spillt mjólk: Mjólk sem inniheldur lyfjaleifar.
Sýnakanna: Sérstakt ílát sem ætlað er til að kanna gæði mjólkur.
Þvottaklútar: Klútar sem notaðir eru til að þrífa júgur og spena.

4. gr.

3. gr. orðast svo: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem reglugerð þessi tekur til. Matvælastofnun hefur eftirlit með að ákvæðum reglu­gerðar­innar sé fylgt.

5. gr.

11., 12., 13. gr. og 1. mgr. 16. gr. falla brott.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl., með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Bráðabirgðaákvæði.

Starfsleyfi sem gefið hefur verið út á grundvelli reglugerðar nr. 438/2002 skal halda gildi sínu þar til Matvælastofnun hefur framkvæmt eftirlit á grundvelli laga nr. 93/1995 um matvæli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. desember 2011.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica