Efnahags- og viðskiptaráðuneyti

460/2011

Reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki. - Brottfallin

1. gr.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið birtir opinbera skrá, endurskoðendaskrá, yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem fengið hafa réttindi til endurskoðunarstarfa enda séu ákvæði 2. og 3. gr. og 4. mgr. 4. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur uppfyllt.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið heldur endurskoðendaskrána. Endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki skulu senda ráðuneytinu þær upplýsingar sem eiga að koma fram í skránni.

Skráin skal einnig vera aðgengileg á ensku.

Innihald endurskoðendaskrárinnar.

2. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda eftirfarandi upplýsingar fyrir endurskoðendur:

1. Nafn.
2. Lögheimili.
3. Löggildingarár.
4. Endurskoðendanúmer útgefið af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
5. Upplýsingar um heiti félags, lögheimili, vefsetur og endurskoðendanúmer endurskoðunarfyrirtækis þar sem endurskoðandi starfar, eða sem hann tengist sem meðeigandi eða á annan hátt, ef við á.
6. Upplýsingar um skráningu endurskoðanda hjá lögbærum yfirvöldum annarra


3. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda eftirfarandi fyrir endurskoðunarfyrirtæki:

1. Heiti félags og rekstrarform.
2. Kennitölu.
3. Lögheimili.
4. Skráð heimilisfang hjá öllum starfsstöðvum endurskoðunarfyrirtækis.
5. Endurskoðendanúmer útgefið af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
6. Vefsetur endurskoðunarfyrirtækis.
7. Upplýsingar um framkvæmdastjóra/forsvarsmann.
8. Nöfn eigenda og hluthafa endurskoðunarfyrirtækisins, ásamt upplýsingum um starfsstöð viðkomandi.
9. Nöfn stjórnarmanna, varastjórnar og framkvæmdastjórnar endurskoðendafyrirtækis, ásamt upplýsingum um starfsstöð viðkomandi.
10. Nöfn og endurskoðendanúmer allra endurskoðenda sem starfa hjá endurskoðunarfyrirtækinu eða eru tengdir því sem meðeigendur eða á annan hátt.
11. Upplýsingar um aðild endurskoðunarfyrirtækis að neti endurskoðunarfyrirtækja og skrá yfir nöfn og heimilisföng aðildar- og eignatengdra fyrirtækja.
12. Upplýsingar um skráningu endurskoðunarfyrirtækis sem endurskoðunaraðili hjá lögbærum yfirvöldum annarra ríkja, þ.m.t. nafn eða nöfn skráningaryfirvalds/a og skráningarnúmer endurskoðunarfyrirtækis, ef við á.


4. gr.

Endurskoðendaskráin skal innihalda upplýsingar um yfirvöld sem bera ábyrgð á veitingu réttinda samkvæmt 2. og 3. gr. laga nr. 79/2008 og yfirvöld sem bera ábyrgð á eftirliti með endurskoðendum samkvæmt sömu lögum.

5. gr.

Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín eða þau verið felld niður skal nafn hans fellt út af endurskoðendaskránni.

Endurskoðunarfyrirtæki sem uppfyllir ekki lengur skilyrði 3. gr. og/eða 4. mgr. 4. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur skal fellt út af endurskoðendaskránni.

6. gr.

Endurskoðendur og stjórnendur endurskoðunarfyrirtækja bera ábyrgð á að upplýsingar sem fram koma í endurskoðendaskránni séu réttar og skulu þeir staðfesta upplýsingarnar með undirritun sinni.

Endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki skulu, án ástæðulauss dráttar, tilkynna efnahags- og viðskiptaráðuneytinu ef breytingar verða á þeim upplýsingum sem fram koma í endurskoðendaskránni.

Gildistaka.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. og 31. gr., laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 29. apríl 2011.

Árni Páll Árnason.

Helga Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica