Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

114/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1051/2009, um veiðar á sæbjúgum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar er þeim bátum sem sóttu um leyfi til sæbjúgnaveiða á fiskveiði­árinu 2010/2011, en fengu eigi, heimilt til loka þess fiskveiðiárs, að stunda veiðar á svæði B, enda fái þeir til þess leyfi Fiskistofu.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2011.

F. h. r.

Kristján Freyr Helgason.

Indriði Björn Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica