Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

312/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1135/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum vörum, sem eru upprunnar í Kína eða sendar þaðan, og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/798/EB. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. og II. kafla, I. viðauka og XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 1. maí 2010, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1135/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum vörum, sem eru upprunnar í Kína eða sendar þaðan, og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/798/EB.

2. gr.

Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Allur kostnaður við opinbert eftirlit, þ.m.t. sýnatöku, greiningu sýna, geymslu, förgun og allar aðrar ráðstafanir sem gripið er til skal greiddur af innflutnings- og dreifingaraðilum eftir því sem við á.

4. gr.

Innflutnings- eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem reglugerð þessi tekur til, skulu senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning ásamt upplýsingum um áætlaðan komutíma.

5. gr.

Matvælastofnun hefur eftirlit samkvæmt 6. gr. laga nr. 93/1995 með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.

6. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 27. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 23/2009 um bann eða takmörkun á innflutningi og varúðarráðstafanir vegna matvæla og fóðurs sem innihalda mjólk, mjólkurafurðir, soja eða sojaafurðir eða hjartarsalt, og eru upprunnar í Kína eða eru fluttar frá Kína.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. mars 2011.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica