Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

587/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285/2010 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 1. gr. bætist við nýr málsliður sem orðist svo:

Þó er fiskiskipum sem hafa leyfi Fiskistofu til strandveiða heimilt að stunda makrílveiðar á línu og handfæri. Veiðarnar eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu og skulu takmarkast af því heildarmagni sem ráðstafað er til línu- og handfæraveiða skv. 2. tl. 2. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. júlí 2010.

Jón Bjarnason.

Steinar Ingi Matthíasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica