Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

908/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 6. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1071/2008, orðist svo:

Heimilt er að miðla afla úr nótum á miðunum milli skipa sem hafa leyfi til síldveiða í því skyni að koma í veg fyrir að síld sé sleppt dauðri úr nótum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. nóvember 2009.

F. h. r.
Hrefna Gísladóttir.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica