Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

578/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 549, 25. júní 2009, um leyfisskyldar frístundaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

1. tl. 1. mgr. 3. gr. orðist svo:

1. Leyfi til að veiða 7 fiska af kvótabundnum fisktegundum á hvert handfæri eða sjóstöng dag hvern og reiknast sá afli ekki til aflamarks viðkomandi báts. Ekki er heimilt að hafa um borð í báti fleiri en 7 sjóstangir og/eða færarúllur samtímis. Um borð í báti sem tekur 50 farþega eða fleiri er þó heimilt að hafa allt að 25 sjóstangir samtímis enda fari heildarfjöldi fiska af kvótabundnum fisktegundum ekki yfir 75 fiska dag hvern. Óheimilt er að selja eða fénýta á annan hátt afla sem fæst við veiðar samkvæmt leyfi þessu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 6. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. júlí 2009.

F. h. r.

Steinar I. Matthíasson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica