1. gr.
Efni.
Í reglugerð þessari er mælt fyrir um reglur varðandi samsettar afurðir sem eiga að falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum (við komu inn í Sambandið).
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
3. gr.
Opinbert eftirlit með samsettum afurðum.
Samsettar afurðir, sem tilgreindar eru í I. viðauka við framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2012/31 og I. viðauka við framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1196, falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum í samræmi við reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl.
Við upphaflegt val á samsettum afurðum vegna opinbers eftirlits, sem er framkvæmt á grundvelli sameinuðu nafnaskrárinnar í 1. dálki I. viðauka, skal taka mið af vísun til sérstaks texta eða löggjafar sem um getur í 3. dálki I. viðauka.
4. gr.
Samsettar afurðir sem falla undir opinbert eftirlit.
Eftirfarandi samsettar afurðir skulu falla undir opinbert eftirlit:
5. gr.
Vottorð sem eiga að fylgja samsettum afurðum.
Um útgáfu vottorða fyrir sendingar af samsettum afurðum gilda reglur þær sem settar eru fram í reglugerð nr. 886/2014, með síðari breytingum.
6. gr.
Undanþága fyrir tilteknar samsettar afurðir.
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skulu eftirfarandi samsettar afurðir, sem innihalda engar kjötafurðir, ekki falla undir opinbert eftirlit:
Allar mjólkurafurðir í samsettum afurðum skulu þó aðeins vera frá löndum sem tilgreind eru í I. viðauka við ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 og hafa verið meðhöndlaðar eins og fram kemur í þeim viðauka.
7. gr.
Opinbert eftirlit.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
8. gr.
Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi. Um þvingunarúrræði og viðurlög vísast til laga nr. 93/1995, um matvæli, laga nr. 54/1990, um innflutning dýra og laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum.
9. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/275/EB, með síðari breytingum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2007, frá 7. desember 2007. Ákvörðunin er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
Reglugerð þessi gildir frá 1. janúar 2021 til og með 20. apríl 2021.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. desember 2020.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kolbeinn Árnason.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)