Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1323/2019

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.

1. gr.

Gildistaka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009.

Eftirfarandi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB), sem vísað er til í 47. lið í IV. viðauka við samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samn­inginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. viðauka samn­ingsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009, frá 13. júlí 2009, um að koma á fót Sam­starfs­stofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.

Reglugerðin skal gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 93/2017 og þeim fyrirvara sem fram kemur í 3. gr.

2. gr.

Tilvísun.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 frá 5. maí 2017 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 11 frá 7. febrúar 2019, bls. 53, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 555.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Fyrirvari.

Þar sem íslenska raforkukerfið er ekki tengt raforkukerfi annars lands, með grunnvirkjum yfir landa­­mæri, koma ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 sem varða raforku­­­tengingar milli landa ekki til framkvæmda á Íslandi á meðan slíkri tengingu hefur ekki verið komið á.

Grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB verða ekki reist nema að undangengnu samþykki Alþingis og endurskoðun á stjórnskipulegum lagagrundvelli reglu­gerðarinnar.

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 45. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum. Reglu­gerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. desember 2019.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ingvi Már Pálsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica