Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1151/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist skilgreining sem er svohljóðandi:

Umsýsluaðili: Útgefandi hestavegabréfa skv. 10. gr. sem Matvælastofnun viðurkennir.

2. gr.

Orðin "eða frostmerkt" falla brott úr 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar.

3. gr.

10. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

Hrossum sem flutt eru úr landi skal fylgja vottorð, hestavegabréf, er staðfesti uppruna, ætterni og hver sé eigandi hrossins við útflutning.

Skrá skal í hestavegabréfið örmerki hrossins, upplýsingar um kyn, lit, uppruna og ætterni og hver sé eigandi þess, auk annars er við á. Útflytjandi skal sjá um, að dýralæknir, annar en embættisdýralæknir í viðkomandi útflutningshöfn eða dýralæknar á hans vegum, færi í vegabréfið útlitsteikningu/auðkennateikningu, af hrossinu sem dýralæknir síðan staðfestir. Útflytjandi eða eigandi ber sjálfur þann kostnað sem hlýst af störfum dýralæknis við gerð útlitsteikningar/auðkennateikningar. Ef dýralæknir er útflytjandi eða eigandi hross er honum óheimilt að gera eða staðfesta útlitsteikningu/auðkennateikningu.

Upplýsingar í hestavegabréfi skulu vera í samræmi við kröfur innflutningslands. Embættisdýralæknir staðfestir fyrir útflutning að hestavegabréfið tilheyri viðkomandi hrossi og gefur út heilbrigðisvottorð.

Útflytjendur hrossa greiða gjald vegna kostnaðar við útgáfu hestavegabréfa samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðherra staðfestir að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands. Gögn vegna útgáfu hestavegabréfs skulu hafa borist umsýsluaðila hestavegabréfa eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir útflutning.

4. gr.

III. kafli reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Í stað orðanna "8. gr. laga nr. 55/2002" í 16. gr. reglugerðarinnar kemur: 9. gr. laga nr. 27/2011.

6. gr.

Bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar fellur brott.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 27/2011 um útflutning hrossa, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. september 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.