Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

192/2009

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 285/2002, um aukefni í matvælum með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47 frá 9. júní 2007 öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/128/EB frá 8. desember 2006 um breytingu og leiðréttingu á tilskipun 95/31/EB um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir sætuefni til notkunar í matvælum.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/129/EB frá 8. desember 2006 um breytingu og leiðréttingu á tilskipun 96/77/EB þar sem mælt er fyrir um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir önnur aukefni í matvælum en litarefni og sætuefni.

2. gr.

Ofangreindar tilskipanir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl I og II við reglugerð þessa.

3. gr.

Viðaukar reglugerðarinnar breytast í samræmi við viðauka tilskipana 2006/128/EB og 2006/129/EB, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar.

4. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákvarðað skv. lögum eða sérreglum.

5. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. febrúar 2009.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica