Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

874/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1074, 29. desember 2004, um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2005, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 5. gr. orðist svo:

Skip þau sem stunda veiðar í lögsögu Noregs og Rússlands skulu búin fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu, hér eftir nefnd Eftirlitsstöðin, um staðsetningu viðkomandi skips á klukkustundar fresti. Óheimilt er að hefja veiðiferð í lögsögu Noregs eða Rússlands, fyrr en starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa staðfest til Fiskistofu að ofangreindur búnaður sé um borð og starfi eðlilega.


2. gr.

8. gr. orðist svo:

Aðeins er heimilt í sömu veiðiferð að stunda veiðar á Norðuríshafsþorski og veiðar innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi að öllum afla þeirrar veiðiferðar sé landað í íslenskri höfn. Fyrir upphaf hverrar veiðiferðar, samkvæmt reglugerð þessari, skal skipstjóri tilkynna sérstaklega til Eftirlitsstöðvarinnar, þegar veiðar hefjast innan efnahagslögsögu Noregs, Rússlands og Íslands og þegar þeim lýkur hverju sinni. Þar skal koma fram áætlað magn og samsetning afla um borð, miðað við afla upp úr sjó. Sama gildir ef skip flytur sig milli lögsagna Noregs, Rússlands eða Íslands. Loks skal tilkynna um áætlaðan löndunarstað og löndunartíma.


Hvern mánudag skal tilkynna Eftirlitsstöðinni um heildarafla síðustu viku miðað við afla upp úr sjó, þ.e. frá upphafi síðasta mánudags til loka síðasta sunnudags, sundurliðað eftir tegundum og veiðisvæðum.


Skipstjórar skulu skrá í afladagbækur sem Fiskistofa leggur til nákvæmar skýrslur um veiðarnar og skal upplýsingum skilað mánaðarlega. Í afladagbókum skal greinilega koma fram, hve mikill hluti aflans er fenginn í efnahagslögsögu Noregs, Rússlands eða Íslands.


3. gr.

1. málsliður 9. gr. orðist svo:

Hafi allur afli í veiðiferð fengist innan rússneskrar eða norskrar lögsögu er heimilt að landa honum í höfnum í Noregi og Rússlandi, enda séu skilyrði Fiskistofu um skýrsluskil uppfyllt.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. september 2005.


Einar K. Guðfinnsson.
Jón B. Jónasson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica