Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1012/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 560/2010 um innflutning á djúpfrystu svínasæði.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný 2. mgr. sem hljóðar svo:

Yfirdýralækni er heimilt að veita undanþágu frá skilyrði c-liðar undir sérstökum kringumstæðum, ef fagleg rök mæla með því. Hann setur jafnframt skilyrði fyrir innflutningnum sem byggja á áhættu­mati fyrir viðkomandi sjúkdóm og aðstæður.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 8. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra, ásamt síðari breyt­ingum og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breyt­ingum, og tekur gildi við birtingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. nóvember 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica