Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

766/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 351/2018, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2018. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Makrílveiðar í flottroll eru ekki heimilar nær landi en 12 sjómílur frá viðmiðunarlínu.

Þá eru makrílveiðar í flottroll bannaðar á svæði sem afmarkast af línum sem dregnar er milli eftir­farandi hnita:

  1. 68°30 N - 17°00 V
  2. 65°30 N - 17°00 V
  3. 65°30 N - 26°00 V
  4. 66°00 N - 26°00 V
  5. 66°55 N - 24°13 V
  6. 67°40 N - 24°13 V
  7. 68°30 N - 19°04 V

Þá er heimilt að áskilja að flotvörpuveiðar á makríl skuli aðeins heimilaðar á tilteknu svæði ef varpan er búin meðaflaskilju. Makrílveiðar í net eru óheimilar.

2. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. ágúst 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica