Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

748/2021

Reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2021/2022.

1. gr.

Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2021 til 31. ágúst 2022 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:

Tegund Tonn
Blálanga 334
Djúpkarfi 7.926
Grálúða 15.031
Gullkarfi 28.205
Gulllax 9.244
Hlýri 377
Humar 0
Hörpudiskur 93
Íslensk sumargotssíld 72.239
Keila 1.532
Langa 3.525
Langlúra 1.025
Litli karfi 609
Sandkoli 313
Skarkoli 7.805
Skrápflúra 25
Skötuselur 402
Steinbítur 8.933
Ufsi 77.381
Úthafsrækja 5.136
Ýsa 41.229
Þorskur 220.417
Þykkvalúra/Sólkoli 1.288

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. júní 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.