Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Breytingareglugerð

634/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Kjósarveitur, nr. 27/2017.

1. gr.

Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi:

Heimilt er að innheimta sérstakt lágmarksgjald hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð einu ári eftir að hún er tilbúin til notkunar. Gjaldið má samsvara gjaldi fyrir allt að 60 rúmmetra af heitu vatni um rennslismæli og allt að 40% af grunnverði á sölu á heitu vatni um hemil.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 82. gr. orkulaga nr. 58/1967, með síðari breytingum, tekur gildi þegar í stað.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. júní 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.