Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

587/2019

Reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2019/2020.

1. gr.

Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2019 til 31. ágúst 2020 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:

Tegund Tonn
Blálanga 483
Djúpkarfi 12.492
Grálúða 12.047
Gullkarfi 38.896
Gulllax 9.124
Hlýri 375
Humar 0
Hörpudiskur 0
Íslensk sumargotssíld 34.572
Keila 2.906
Langa 5.299
Langlúra 1.067
Litli karfi 697
Sandkoli 399
Skarkoli 6.985
Skrápflúra 15
Skötuselur 428
Steinbítur 8.344
Ufsi 80.588
Úthafsrækja 4.682
Ýsa 40.723
Þorskur 270.011
Þykkvalúra/Sólkoli 1.341

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. júní 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.