Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. maí 2020

569/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 818/2016, um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

5. Gjald fyrir leiðréttingu á kröfum einkaleyfis og endurútgáfu 27.600

2. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður er verður 2. tölul. og breytist röð annarra liða samkvæmt því:

2. Gjald fyrir framlengingu á viðbótarvottorði 47.800

3. gr.

Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 7. gr. a, svohljóðandi:

Andmæli

Tilkynning um andmæli gegn einkaleyfi 41.400

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 2. málsl. 2. mgr. 65. gr. a. og 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, sem og 3. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 40/2018 frá 8. maí 2018 um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2018.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. maí 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Brynhildur Pálmarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.