Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

486/2016

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum samkvæmt II. kafla í stofnsáttmála Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA-ríkjanna) varðandi land­búnað, með síðari breytingum, á grundvelli 12. gr. tollalaga nr. 88/2005. Reglugerð þessi gildir um innflutning á afurðum upprunnum í Noregi og Sviss.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

  Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
Tollskrárnr.:     kg % kr./kg.
ex0210.xxxx Nautgripakjöt - Vöruliður 0210: 01.07.16-30.06.17 10.000    
  Kjöt af dýrum af nautgripakyni:        
0210.2001 -- Beinlaust     0 0
0210.2009 -- Annars     0 0
0406.xxxx Ostur og ystingur: 01.07.16-30.06.17 15.000 0 0

3. gr.

Tollkvótum er úthlutað samkvæmt auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem birt er á heimasíðu þess, þar sem tilgreindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar.

4. gr.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Tilboð skulu ráða úthlutun. Til þess að tilboð teljist gilt skal því fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram kemur að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt.

Tilboðsgjafi sá er hæst býður skal leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs.

Úthlutun skv. 1. og 2. mgr. er ekki framseljanleg.

5. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

6. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 30. júní 2017.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. júní 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Baldur Arnar Sigmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica