Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

424/2018

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skilgreind veiðisvæði sæbjúgna eru eftirfarandi, enda uppfylli veiðisvæði skilyrði Matvælastofnunar um heilnæmi afurða á fyrirhuguðu veiðitímabili:

1. Austurland:

  1. 65°05,40′N - 13°20,00′V
  2. 65°05,40′N - 13°40,00′V
  3. 64°42,00′N - 14°00,00′V
  4. 64°42,00′N - 13°40,00′V
  5. 65°05,40′N - 13°20,00′V

2. Faxaflói:

  1. 64°06,00′N - 22°18,00′V
  2. 64°06,00′N - 22°49,20′V
  3. 64°21,00′N - 22°49,20′V
  4. 64°21,00′N - 22°18,00′V
  5. 64°06,60′N - 22°18,00′V

3. Aðalvík:

  1. 66°21,00′N - 23°03,00′V
  2. 66°21,00′N - 23°15,00′V
  3. 66°25,80′N - 23°15,00′V
  4. 66°25,80′N - 23°03,00′V
  5. 66°21,00′N - 23°03,00′V

Veiðar eru heimilaðar utan skilgreindra veiðisvæða, enda uppfylli veiðisvæði skilyrði Matvæla­stofnunar um heilnæmi afurða á fyrirhuguðu veiðitímabili. Ekki er heimilt í einni og sömu veiðiferð að veiða innan skilgreinds veiðisvæðis og utan.

Við veiðar á sæbjúgum skal plógstærð ekki fara yfir 2,5 m. Lágmarksmöskvastærð netpoka skal vera 80 mm að innanmáli. Við mælingar á möskvum gilda ákvæði gildandi reglugerðar um möskva­mæla og framkvæmd möskvamælinga.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. apríl 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica