Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

364/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning í nautgriparækt. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir 2. tl. 1. mgr. 20. gr. skal sláturálag á nautakjöt af gripum sem slátrað er frá 1. janúar 2017 til og með gildistökudegi reglu­gerðar þessarar uppfylla eftirfarandi kröfur:

  1. Nautakjöt falli í gæðaflokkana UNI úrval eða UNI A, B og C.
  2. Lágmarksþyngd grips sé 250 kg.
  3. Gripur sé yngri en 30 mánaða.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica