Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

360/2018

Reglugerð um (87.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1896 frá 17. október 2017 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,3(4)-betaglúkanasa (EC 3.2.1.6) og endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem eru framleiddir með Aspergillus niger (NRRL 25541), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, varphænur, eldissvín, aukategundir alifugla og auka­tegundir svína til eldis og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 255/2005 og niðurfellingu á reglu­gerð (EB) nr. 668/2003 (leyfishafi er Andrés Pintaluba S.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 177.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1903 frá 18. október 2017 um leyfi fyrir blöndum með Pediococcus parvulus DSM 28875, Lactobacillus casei DSM 28872 og Lactobacillus rhamnosus DSM 29226 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 182.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1904 frá 18. október 2017 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus licheniformis DSM 28710 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 187.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1905 frá 18. október 2017 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1079 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og fyrir aukategundir alifugla til eldis (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 190.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1906 frá 18. október 2017 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Trichoderma citrinoviride Bisset (IMI SD135), sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla sem eru aldar til varps (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 193.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1907 frá 18. október 2017 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum (KKP/593/p og KKP/788/p) og Lacto­bacillus buchneri (KKP/907/p) sem fóðuraukefni fyrir nautgripi og sauðfé. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 196.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1914 frá 19. október 2017 um leyfi fyrri natríumsalínómýsíni (Sacox 120 microGranulate og Sacox 200 microGranulate) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og um niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 1852/2003 og (EB) nr. 1463/2004 (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 199.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2229 frá 4. desember 2017 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarks­gildi fyrir blý, kvikasilfur, melamín og dekókínat. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 378.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. mars 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica