Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

323/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr.:

  1. c-liður verður svohljóðandi: Eru að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.
  2. d-liður fellur brott.
  3. Tveir nýir stafliðir bætast við og verða svohljóðandi:
    1. d. Hafi ekki áður hlotið nýliðunarstuðning samkvæmt reglugerð þessari.
    2. e. Hafi ekki hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til

2. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir 2. ml. 1. mgr. 16. gr. skal umsóknum um nýliðunarstuðning skilað inn í rafrænt umsóknarkerfi Matvælastofnunar, eigi síðar en 1. júní 2017. Umsóknir sem borist hafa um nýliðunarstuðning fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skulu halda gildi sínu þrátt fyrir 2. mgr. 15. gr. enda hafi skilyrði fyrir stuðningi verið uppfyllt fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica