Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

199/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1160/2011 um mælieiningar.

1. gr.

Í stað liðar 1.1 í I. kafla viðauka við reglugerðina kemur eftirfarandi:

1.1. SI-grunneiningar.

Magn Eining
Heiti Tákn
Tími sekúnda s
Lengd metri m
Massi kíló kg
Rafstraumur amper A
Varmafræðilegt hitastig kelvin K
Efnismagn mól mol
Ljósstyrkur kandela cd

SI-grunneiningarnar eru skilgreindar með eftirfarandi hætti:

Tímaeining.

Sekúnda, tákn s, er SI-einingin fyrir tíma. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir sesíumtíðnina ΔνCs, sem er umskiptatíðnin milli tveggja ofurfínna stiga í ótrufluðu grunnástandi hjá sesíum-133-atóminu, vera 9 192 631 770 þegar það er gefið upp í einingunni Hz sem er jöfn s-1.

Lengdareining.

Metri, tákn m, er SI-einingin fyrir lengd. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir hraða ljóss í lofttæmi c vera 299 792 458 þegar það er gefið upp í einingunni m/s þar sem sekúnda er skilgreind með tilliti til ΔνCs.

Massaeining.

Kíló, tákn kg, er SI-einingin fyrir massa. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir Plancks-stuðulinn h vera 6,626 070 15 × 10-34 þegar það er gefið upp í einingunni J s, sem er jöfn kg m² s-1, þar sem metri og sekúnda eru skilgreind með tilliti til c og ΔνCs.

Rafstraumseining.

Amper, tákn A, er SI-einingin fyrir rafstraum. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir frumhleðslu e vera 1,602 176 634 × 10-19 þegar það er gefið upp í einingunni C, sem er jöfn A s, þar sem sekúnda er skilgreind með tilliti til ΔνCs.

Eining fyrir varmafræðilegt hitastig.

Kelvin, tákn K, er SI-einingin fyrir varmafræðilegt hitastig. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir fastann Boltzmann k vera 1,380 649 × 10-23 þegar það er gefið upp í einingunni J K‑1, sem er jöfn kg m² s-2 K-1, þar sem kíló, metri og sekúnda eru skilgreind með tilliti til h, c og ΔνCs.

Eining fyrir efnismagn.

Mól, tákn mol, er SI-einingin fyrir efnismagn. Eitt mól inniheldur nákvæmlega 6,022 140 76 × 1023 efniseindir. Þessi tala er fasta tölugildið fyrir fastann Avogadro, NA, gefið upp í einingunni mol-1 og nefnt Avogadro-talan. Efnismagn, tákn n, í kerfi er mæling á fjölda tilgreindra efniseinda. Efniseind getur verið frumeind, sameind, jón, rafeind, hvers konar önnur ögn eða tiltekinn hópur agna.

Eining fyrir ljósstyrk.

Kandela, tákn cd, er SI-einingin fyrir styrk ljóss sem beinist í tiltekna átt. Hún er skilgreind með því að láta fasta tölugildið fyrir ljósstyrk fyrir einlita geislun með tíðnina 540 × 1012 Hz, Kcd vera 683 þegar það er gefið upp í einingunni lm W-1, sem er jöfn cd sr W-1, eða cd sr kg-1 m-2 s3 þar sem kíló, metri og sekúnda eru skilgreind með tilliti til h, c og ΔνCs.

1.1.1. Sérstakt heiti og tákn SI-kerfisins um afleidda SI-einingu fyrir hita til þess að tákna hita í gráðum á selsíus.

Magn Eining
Heiti Tákn
Hitastig á selsíus gráða á selsíus °C

Hitastig á selsíus t er skilgreint sem munurinn t = T - T0 milli tveggja varmafræðilegra hitastiga T og T0 þar sem T0 = 273,15 K. Heimilt er að gefa upp bil hitastigs eða mismun á því annaðhvort samkvæmt kelvin eða í gráðum á selsíus. Einingin "gráða á selsíus" jafngildir einingunni "kelvin".

2. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2019 frá 25. október 2019, um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn og til að taka upp í innlendan rétt ákvæði tilskipunar 80/181/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi mælieiningar eins og henni hefur verið breytt með tilskipunum ráðsins 85/1/EBE og 89/617/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 1999/103/EB og 2009/3/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1258 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við EES-samninginn og öðrum ákvæðum hans.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 44. gr. laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn nr. 91/2006, með síðari breytingum og öðlast hún þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. mars 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Daði Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.