Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

19/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er hljóða svo:

Stuðningsgreiðslur vegna kjaraskerðingar.

Til að draga úr kjaraskerðingu fá framleiðendur stuðningsgreiðslur á árinu 2018 fyrir dilkakjöts­framleiðslu ársins 2017. Um einskiptisaðgerð er að ræða til að bæta að hluta kjaraskerðingu sauðfjár­bænda. Til þessa verkefnis verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraða kind eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjenda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.

Viðbótargreiðsla vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.

Viðbótargreiðsla vegna svæðisbundins stuðnings skal skiptast á milli framleiðenda sem voru rétt­hafar svæðisbundins stuðnings á árinu 2017 samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðn­ing við sauðfjárrækt. Til þessa verkefnis verður varið 150 milljónum króna samkvæmt fjárauka­lögum 2017. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. janúar 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica