Brottfallnar reglugerðir

554/2005

Reglugerð um samvinnunefnd um málefni norðurslóða.

1. gr.

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða skal stuðla að og efla samstarf um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar skv. lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997.


2. gr.

Umhverfisráðherra skipar samvinnunefndina til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti 11 fulltrúar. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar, bæði formaður og varaformaður.

Eftirtaldar stofnanir tilnefna einn fulltrúa hver:
Hafrannsóknastofnunin,
Háskólinn á Akureyri,
Háskóli Íslands,
Náttúrufræðistofnun Íslands,
Rannsóknarráð Íslands,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar,
Umhverfisstofnun og
Veðurstofa Íslands.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 5. gr. laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997, með síðari breytingum og öðlast gildi þegar við birtingu. Frá sama tíma fellur niður reglugerð um samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 506/1997, með síðari breytingum.


Umhverfisráðuneytinu, 31. maí 2005.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica