Brottfallnar reglugerðir

412/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 187/1999 um halónslökkvikerfi. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

412/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 187/1999 um halónslökkvikerfi.

1. gr.

4. ml. 1. mgr. 3. gr. orðist svo:
Lokið skal við að fjarlægja halónslökkvikerfi fyrir 1. janúar 2002.


2. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins og Siglingastofnunar Íslands er umhverfisráðherra heimilt að veita skipum 60 m og lengri tímabundna undanþágu frá ákvæðum 3. gr. og frest til endurnýjunar á slökkvibúnaði, en þó eigi lengur en til 1. janúar 2003. Umsókn um undanþágu skal senda ráðuneytinu fyrir 1. ágúst 2001 þar sem fram kemur áætlun um hvernig útgerðin hyggst standa að endurnýjun á slökkvibúnaði. Afrit af staðfestum samningi um nýtt slökkvikerfi, ásamt tímaáætlun um endurnýjun, skal senda ráðuneytinu eigi síðar en 1. desember 2001, að öðrum kosti fellur undanþágan úr gildi.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í ákvæði 2. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og 4. tl. 5. gr. laga nr. 7/1988, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 1. júní 2001.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica