Brottfallnar reglugerðir

266/2001

Reglugerð um námsstyrki úr Fræðslusjóði brunamála. - Brottfallin

1. gr.

Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður brunamála.


2. gr.

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkvistarfa.

Í þeim tilgangi skal sjóðurinn veita styrki til framhaldsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa vegna brunavarna.


3. gr.

Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, aukaþóknun fyrir umfangsmikil verkefni, laun á námsleyfistíma og veitir styrki til umsækjenda vegna endurmenntunar.

Fræðslusjóðnum er heimilt að standa fyrir námskeiðum vegna framhalds- og endurmenntunar í brunavörnum.


4. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

a. Framlag í samræmi við fjárlög hverju sinni.
b. Vaxtatekjur og verðbætur.
c. Aðrar tekjur.


5. gr.
Styrkir úr sjóðnum skulu veittir á grundvelli umsókna. Brunamálastofnun annast úthlutun styrkja að fenginni umsögn brunamálaráðs. Auglýsa skal eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í a.m.k. einu dagblaði sem kemur út á landsvísu.


6. gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum eða ríkisendurskoðun.


7. gr.
Árlega skal Brunamálastofnun gera skýrslu þar sem gerð er grein fyrir fjárhag sjóðsins og starfsemi síðastliðið reikningsár. Skal skýrsla þessi vera aðgengileg á heimasíðu Brunamálastofnunar.


8. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 38. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 138/1993 um Fræðslusjóð brunamála með síðari breytingum.

Umhverfisráðuneytinu, 21. mars 2001.


Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica