REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 158/1997, um álagningu spilliefnagjalds,
sbr. breytingu nr. 203/1997.
1. gr.
Við reglugerðina bætist við nýr 4. kafli sem er svohljóðandi:
IV. KAFLI
Málning.
11. gr.
Gjaldskyld málning og upphæð gjaldsins.
Spilliefnagjald skal lagt á málningu.
Spilliefnagjald á innflutta málningu skal innheimt í tolli. Af málningu sem framleidd er hér á landi skal greiða spilliefnagjald til spilliefnanefndar samkvæmt reglum sem hún setur.
Spilliefnagjaldi á málningu verður varið til að greiða niður kostnað við förgun spilliefna sem verða til við notkun þessara efna.
Nánar um gjaldtöku og sundurgreiningu málningar eftir tollskrárnúmerum er að finna í viðauka III með reglugerð þessari.
2. gr.
Við reglugerðina bætist við nýr 5. kafli sem er svohljóðandi:
V. KAFLI
Lífræn leysiefni.
12. gr.
Gjaldskyld lífræn leysiefni.
Spilliefnagjald skal lagt á lífræn leysiefni.
Spilliefnagjald á lífræn leysiefni skal innheimt í tolli.
Spilliefnagjaldi á lífræn leysiefni verður varið til að greiða niður kostnað við förgun spilliefna sem verða til við notkun þessara efna.
Nánar um gjaldtöku og sundurgreiningu lífrænna leysiefna eftir tollskrárnúmerum er að finna í viðauka IV með reglugerð þessari.
3. gr.
IV. KAFLI verður VI. KAFLI.
4. gr.
11. gr. verður 13. gr. og 12. gr. verður 14. gr.
5. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki III sem er svohljóðandi:
VIÐAUKI III
MÁLNING SEM GETUR ORÐIÐ AÐ SPILLIEFNI.
Á vöru flutta inn til landsins skal leggja kr. 2,00 á hvert kíló.
Á vöru framleidda hér á landi skal leggja kr. 1,75 á hvert kíló og hefur þá verið tekið tillit til spilliefnagjalds á innlendum aðföngum.
ÚR 32. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR
3205
3205.0000 Litlögur (colour lakes); framleiðsla, sem tilgreind er í 3. athugasemd við þennan kafla, að meginstofni úr litlegi.
3208 Málning og lökk (þar með talin smeltlökk og lakkmálning) að meginstofni úr syntetískum fjölliðum (polymers) eða kemískt umbreyttum náttúrlegum fjölliðum, dreifðum eða uppleystum í vatnssnauðum miðli; lausnir skýrgreindar í 4. athugasemd við þennan kafla:
- Að meginstofni úr pólyesterum:
3208.1001 - - Með litunarefnum
3208.1002 - - Án litunarefna
3208.1003 - - Viðarvörn
3208.1004 - - Alkyð- og olíumálning, með eða án litunarefna
3208.1009 - - Annað
- Að meginstofni úr akryl- eða vinylfjölliðum:
3208.2001 - - Með litunarefnum
3208.2002 - - Án litunarefna
3208.2009 - - Annað
- Annað:
3208.9001 - - Með litunarefnum (t.d. epoxíð, pólyúretan, klórgúm, sellulósi o.fl.)
3208.9002 - - Án litunarefna
3208.9003 - - Upplausnir sem skýrgreindar eru í 4. athugasemd við þennan kafla
3208.9009 - - Annars
3210 Önnur málning og lökk (þar með talin smeltlökk, lakkmálning og límmálning, (distemper)); unnir vatnsdreifulitir notaðir við lokavinnslu á leðri:
- Málning og lökk:
3210.0011 - - Blakkfernis, asfalt- og tjörumálning
3210.0012 - - Önnur málning og lökk, (t.d. epoxy- eða pólyúretanlökk o.fl.), með eða án leysiefna, einnig í samstæðum með herði
3210.0019 - - Annað
- Annað:
3210.0021 - - Bæs
3210.0029 - - Annars
3211 3211.0000 Unnin þurrkefni
3212 Dreifulitir (þar með talið málmduft og málmflögur) dreifð í vatnssnauðum miðli, fljótandi eða sem deig, notað til framleiðslu á málningu (þar með talið smeltlakk); prentþynnur; leysilitir og önnur litunarefni í þeirri mynd eða umbúðum sem ætlað er til smásölu:
3212.1000 - Prentþynnur
- Annað:
3212.9001 - - Áldeig
3212.9009 - - Annars
3213 Litir til listmálunar, kennslu, skiltagerðar, blæbrigða, dægradvalar og þess háttar, í töflum, skálpum, krukkum, flöskum, skálum eða í áþekkri mynd eða umbúðum:
3213.1000 - Litir í samstæðum
3213.9000 - Aðrir
3214 Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl; óeldföst efni til yfirborðslagningar á byggingar eða innanhúss á veggi, gólf, loft eða þess háttar:
- Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað
kítti; spartl:
3214.1001 - - Innsiglislakk
3214.1002 - - Kítti
3214.1003 - - Önnur þéttiefni
3215 Prentlitir, rit- eða teikniblek og annað blek, einnig kjarnað eða í föstu formi:
- Prentlitir:
3215.1100 - - Svartir
3215.1900 - - Aðrir
3215.9000 - Annað
6. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki IV sem er svohljóðandi:
VIÐAUKI IV
LÍFRÆN LEYSIEFNI SEM GETA ORÐIÐ AÐ SPILLIEFNUM.
Á lífræn leysiefni skal leggja kr. 0,50 á hvert kíló.
ÚR 27., 29. og 38. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR.
2707 Olíur og aðrar vörur framleiddar með eimingu úr háhita koltjöru; áþekkar vörur þar sem þungi arómatískra efnisþátta er meiri en óarómatískra efnisþátta:
2707.1000 - Bensól
2707.2000 - Tólúól
2707.3000 - Xýlól
2707.4000 - Naftalín
2707.5000 - Aðrar arómatískar kolvatnsblöndur sem 65% eða meira
miðað við rúmmál (að meðtöldu tapi) eimast við 250 °C
með ASTM D-86-aðferðinni
2707.6000 - Fenól
- Annað:
2707.9100 - - Kreósótolíur
2707.9900 - - Annars
2710 Jarðolíur og olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óunnar; framleiðsla sem í er miðað við þyngd 70% eða meira af jarðolíum eða olíum fengnum úr tjörukenndum steinefnum, ót.a. enda séu þessar olíur grunnþáttur framleiðslunnar:
- Aðrar þunnar olíur og blöndur:
2710.0031 - - Lakkbensín (white spirit)
2901 Raðtengd kolvatnsefni:
2901.1000 - Mettuð
- Ómettuð:
2901.2100 - - Etylen
2901.2200 - - Própen (própylen)
- - Önnur:
2901.2909 - - - Annars
2902 Hringlaga kolvatnsefni:
- Cyclan, cyclen og cyclóterpen:
2902.1100 - - Cyclóhexan
2902.1900 - - Önnur
2902.2000 - Bensen (bensól)
2902.3000 - Tólúen
- Xylen:
2902.4400 - - Blönduð myndbrigði xylen
2902.5000 - Styren
2902.9000 - Önnur
2912 Aldehyð, einnig með annarri súrefnisvirkni; hringliða fjölliður aldehyða; paraformaldehyð:
- Raðtengd aldehyð án annarrar súrefnisvirkni:
2912.1100 - - Metanal (formaldehyð)
2912.1200 - - Etanal (asetaldehyð)
2912.1900 - - Önnur
- Hringliða aldehyð án annarrar súrefnisvirkni:
2912.2100 - - Bensaldehyð
2912.2900 - - Önnur
- Aldehyðeterar, aldehyðfenól og aldehyð með annarri súrefnisvirkni:
2912.4100 - - Vanillín (4-hydroxy-3-metoxybensaldehyð)
2912.4200 - - Etylvanillín (3-etoxy-4-hydroxybensaldehyð)
2912.4900 - - Annað
2912.6000 - Paraformaldehyð
3814 Lífræn samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:
3814.0001 - Þynnar
3814.0002 - Málningar- eða lakkeyðar
3814.0009 - Annað
7. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 15. júní 1997.
Umhverfisráðuneytinu, 27. maí 1997.
Guðmundur Bjarnason.
Magnús Jóhannesson.