Brottfallnar reglugerðir

318/1975

Reglugerð um Guðfræðistofnun Háskóla Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

um Guðfræðistofnun Háskóla Íslands.

 

1. gr.

Guðfræðistofnun Háskóla Íslands starfar við guðfræðideild Háskóla Íslands.

 

2. gr.

Hlutverk Guðfræðistofnunarinnar er:

1. Að vera vísindaleg rannsóknastofnun í guðfræði.

2. Að vera vísindaleg kennslustofnun í guðfræði fyrir kandídata og stúdenta, er vinna að fræðilegum verkefnum, sem sinnt er í stofnuninni, eftir nánari ákvörðun stjórnar stofnunarinnar.

3. Að vera með sama hætti, eftir því sem aðstæður leyfa, vísindaleg rannsókna-, þjónustu- og kennslustofnun i greinum, sem skyldar eru guðfræði eða stunda ber í guðfræðideild.

 

3. gr.

Hlutverki sínu gegnir Guðfræðistofnunin með því að:

1. Veita starfsmönnum stofnunarinnar og gestum fyrirgreiðslu í rannsóknum þeirra, svo sem varðandi húsnæði, ritaraþjónustu, bókasafnsþjónustu og aðra aðstoð við vísindastörf.

2. Gera rannsóknaáætlanir og standa að framkvæmd þeirra.

3. Hafa samvinnu við Háskólabókasafn, Landsbókasafn og önnur bókasöfn um útvegun, varðveislu og nýtingu guðfræðibóka og tímarita.

4. Hafa samvinnu við aðrar vísindastofnanir, innanlands og utan, svo og aðra aðila, um málefni á starfssviði stofnunarinnar.

5. Taka að sér í eigin nafni rannsóknaverkefni fyrir aðra aðila eftir ákvörðun stjórnar stofnunarinnar í hvert sinn.

6. Gangast fyrir ráðstefnum, umræðufundum, námskeiðum, fyrirlestrum og annarri starfsemi, sem starfssvið stofnunarinnar varðar.

7. Vinna að útgáfu rita um efni á starfssviði stofnunarinnar.

8. Safna gögnum um guðfræðileg efni, varðveita þau og veita aðgang að þeim til vísindalegrar úrvinnslu.

 

4. gr.

Kennarar í fullu starfi við guðfræðideild teljast starfa við Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, nema þeir óski að vera undan því þegnir.

Kandídatar og stúdentar, sem fá aðstöðu til námsvinnu við fræðileg verkefni, sbr. 2. tl. 2, gr., starfa við stofnunina tiltekinn tíma, allt að eitt ár í senn. Stjórnin getur falið forstöðumanni eða einstökum kennurum að veita aðstöðu þessa. Stjórnin getur sett að skilyrði fyrir aðstöðunni, að viðkomandi taki að sér stjórnunarstörf eða þjónustustörf við Guðfræðistofnunina eða kennslu við guðfræðideild. Um þóknun fyrir slík störf fer eftir reglum Háskólans.

Stjórn stofnunarinnar getur boðið mönnum til fræðistarfa við Guðfræðistofnunina í allt að eitt ár í senn. Fela má slíkum gestum stofnunarinnar stjórnunarstörf og þjónustustörf með samþykki þeirra, en til þess þarf ákvörðun stjórnar.

Kennarar við guðfræðideild, sem ekki eru í fullu starfi, skulu teljast starfsmenn stofnunarinnar að hluta, ef þeir óska þess og stjórnin samþykkir.

Við stofnunina starfa að auki sérfræðingar, aðstoðarmenn og aðrir starfsmenn eftir því sem heimild er til í fjárlögum, eða skv. sérstökum samningi. Forstöðumaður og annað starfslið skulu fá greidda þóknun eftir gildandi reglum

innan Háskólans eða eftir nánari ákvörðun, þegar fært þykir. Háskólinn sér starfsliði fyrir vinnuaðstöðu.

 

5. gr.

Stjórn Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands er skipuð 3 kennurum í fullu starfi við guðfræðideild, sem við stofnunina starfa, kjörnum af guðfræðideild til 2 ára í senn, og 1 fulltrúa stúdenta, tilnefndum af stjórn Félags guðfræðinema, til sama tíma. Stjórnin ræður þá starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki eru kennarar, eftir því sem heimild er til í fjárlögum, og tekur aðrar ákvarðanir um málefni hennar.

Daglegan rekstur stofnunarinnar annast forstöðumaður, kosinn af stjórn hennar úr hópi stjórnarmanna til tveggja ára í senn.

Í febrúar á hverju ári skal forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar boða til fundar með fimm daga fyrirvara alla starfsmenn stofnunarinnar.og gesti. Forstöðu­maður má og boða til fundarins aðra starfsmenn við Háskóla Íslands svo og einstaklinga og fulltrúa félagssamtaka og stofnana, ef hann eða stjórnin telur þátttöku þeirra hafa þýðingu fyrir Guðfræðistofnunina. Á fundi þessum skal forstöðumaður leggja fram skýrslu um starfsemi stofnunarinnar næsta ár á undan, svo og tillögur stjórnarinnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Skal ræða um þessi mál á fundinum svo og önnur mál, sem stjórn eða forstöðumaður vilja leggja fyrir hann. Málefni stofnunarinnar önnur skal og ræða, en heimilt er forstöðumanni að auglýsa með viku fyrirvara, að krafa um að setja mál á dagskrá skuli gerð sjö dögum fyrir fundinn. Tillögur um rannsóknaáætlanir skv. 3. gr. 2. tl. skulu lagðar skriflega fyrir ársfund ásamt viðhlítandi greinargerð og skulu berast forstöðumanni eigi síðar en 15. janúar ár hvert. Fundur þessi nefnist ársfundur Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann hefur ekki ákvörðunarvald, en getur samþykkt ályktanir til guðfræðideildar.

Aukafundir Guðfræði5tofnunar skulu haldnir til að ræða um málefni, er hana varða, ef forstöðumaður telur það æskilegt, eða ef a. m. k. 4 starfsmenn stofnunarinnar í fullu starfi óska þess.

Stjórn Guðfræðistofnunarinnar getur kosið nefndir til að sinna tilteknum verkefnum fyrir hana. Slíkar nefndir hafa ekki ákvörðunarvald, nema þeim sé sérstaklega fengið það í samþykkt stjórnarinnar. Kjósa má menn utan Guðfræðistofnunar í slíkar nefndir.

Nú telur einhver sá, sem rétt á til setu á ársfundi Guðfræðistofnunar eða °fundum guðfræðideildar, ákvörðun stjórnar eða forstöðumanns vera andstæða ákvæðum reglugerðar þessarar eða öðrum ákvæðum reglugerðar eða laga Háskólans, og getur hann þá skotið ákvörðuninni til guðfræðideildar.

 

6. gr.

Kostnað við starfsemi Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands skal greiða með:

1. framlögum úr ríkissjóði,

2. framlögum úr öðrum opinberum sjóðum, 3. framlögum frá öðrum aðilum,

4. greiðslum fyrir verkefni, sem Guðfræðistofnunin tekur að sér skv. 5. tl. 3. gr., 5. arði af eignum stofnunarinnar.

Stjórn stofnunarinnar skal álykta um viðtöku fjár skv. 2., 3. og 4. lið þ. á m. um skilyrði sem framlögin kunna að vera bundin

Stjórnin hefur umsjón með fjármálum stofnunarinnar og gengur frá rekstrar­áætlun og tillögum um fjárveitingar tiI stofnunarinnar, eftir a$ ársfundur hennar hefur verið haldinn. Rekstraráætlun og fjárveitingartillögur skulu sendar guðfræðideild til meðferðar skv. lögum.

Fjármálin heyra endanlega undir rektor og háskólaritara, sbr, 3. og 4, mgr. 2, gr. og 4. mgr. 36. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands. Skal reikningshaldið vera hluti af heildarreikningi Háskólans.

 

7. gr.

Stofnunin skal hafa á sínum vegum bókasafn, er sé útibú frá Háskólabókasafni. Háskólabókavörður annast va1 bóka til safnsins og annan rekstur f samráði við stjórn stofnunarinnar.

Við stofnunarbókasafníð skal árlega auka í samræmi víð fjárveitingu til Há­skólabókasafns.

Enn fremur njóti stofnunin þeirrar þjónustu, sem um getur í lögum nr. 38/1969 um Landsbókasafn Íslands, sbr, sérstaklega 1. mgr. 8. gr., þar sem svo er mælt fyrir, að stofnanir Háskólans hafi söfn í sinni vörslu, sbr, og 2. mgr. sömu greinar, svo og 12. og 13. gr. téðra laga.

 

8. gr.

Stjórn Guðfræðistofnunar gengur frá ársskýrslu stofnunarinnar og skal hún birt í árbók Háskóla Íslands.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr, laga nr. 84/1970 um Háskóla Íslands, sbr. háskólareglugerð nr. 76/1958, 87. gr" og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 25. júní 1975.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica