Brottfallnar reglugerðir

77/1973

Reglugerð um notkun dýra í vísindalegum tilgangi - Brottfallin

REGLUGERÐ

um notkun dýra í vísindalegum tilgangi.

1. gr.

Aðgerðir á dýrum í vísindalegum tilgangi eru bannaðar nema til komi sérstakt leyfi vfirdýralæknis.

Ef nauðsynlegt er talið að framkvæma aðgerðir á dýrum í vísinda- eða tilraunaskyni eða í sambandi við kennslu og lyfjaframleiðslu, sem sennilegt er að valdi dýrunum þrautum, skulu aðgerðir framkvæmdar í svæfingu eða deyfingu, svo að öruggt sé, að dýrið finni ekkert til, meðan á aðgerð stendur.

Strax að aðgerð lokinni skal dýrið deytt, ef það samrýmist tilgangi tilraunarinnar, ella skal þess gætt að aðbúð, aðhlynning og hjúkrun sé þannig, að dregið sé úr þrautum dýrsins eins og föng eru á og það deytt að tilraun lokinni.

2. gr.

Leyfi til þess að framkvæma aðgerðir á dýrum, sem um getur f fyrstu grein, skal aðeins veita yfirlæknum sjúkrahúsa og forstöðumönnum við vísindastofnanir ríkisins, sem læknislærðir eru (læknar. dýralæknar). Forstöðumenn, sem eigi eru sjálfir læknislærðir, skulu ráða læknislærða menn til að starfa að dýratilraunum, vilji þeir afla stofnunum sínum leyfis til þess að gera tilraunir með dýr.

Ef leyfishafar dýratilrauna framkvæma eigi sjálfir aðgerðina, mega þeir eingöngu fela það heim föstum starfsmönnum stofnunarinnar, sem til þess hafa hlotið menntun og þjálfun og hafa í höndum skilríki um það. Aðgerð skal þá hverju sinni framkvæmd samkvæmt sérstakri fyrirsögn og á ábyrgð leyfishafa.

3. gr.

Nú óskar dýralæknir eða læknir, sem ekki er fastráðinn við vísindastofnun eða sjúkrahús, að gera dýratilraunir í vísindalegum tilgangi, skal hann rá fá til þess sérstakt leyfi yfirdýralæknis, enda séu tilraunir gerðar á vísindastofnun undir umsjá viðkomandi forstöðumanns, sem leyfi hefur til slíkra aðgerða, og ber forstöðumaður ábyrgð á framkvæmd tilraunarinnar.

4. gr.

Blóðtökur, inndælingar á lyfjum, bólusetningar og aðrar svipaðar aðgerðir, sem framkvæmdar eru til þess að prófa eða framleiða lyf, skulu háðar leyfi yfirdýralæknis, ef aðgerðin vekur dýrinu sérstakan ótta eða þjáningu.

5. gr.

Tímabundin leyfi til aðgerða á dýrum samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar lætur yfirdýralæknir af hendi.

Hver sá, sem leyfi hefur til að framkvæma aðgerðir á dýrum, skal halda skýrslu um dýratilraunir sínar. Það skal tekið fram. hvaða dýrategundir hafa verið notaðar og hvernig, fjöldi dýra og hver hafi verið tilgangurinn með dýratilrauninni. Skulu skrár þessar tiltækar yfirdýralækni, verði þess krafizt.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 21 13. apríl 1957 og öðlast þegar gildi. Um mál, sem varða brot á reglugerð þessari og refsingar fyrir þau, fer samkvæmt 21. gr. laga um dýravernd nr. 21 13. apríl 1957.

Í menntamálaráðuneytinu, 7. marz 1973.

Magnús T. Ólafsson.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica