Brottfallnar reglugerðir

236/1999

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (3.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996

um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal breyta orðunum _börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna og önnur börn undir 16 ára aldri" í orðin: og börn yngri en 18 ára.

2. gr.

Í 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal breyta orðunum _börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna og börn undir 16 ára aldri" í orðin: og börn yngri en 18 ára.

3. gr.

6. gr. orðist svo:

Greiðslur sjúkratryggðra fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu, sem um ræðir í 36. gr. laga nr. 117/1993 með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir:

1. Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, sbr. þó 11. gr., skal greiða sem hér segir, sbr. þó 9. gr.:

a. Sjúkratryggðir almennt, fyrstu 1.400 kr. og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000.

Fyrir komu til sérfræðings í augnlækningum til sjónmælingar vegna gleraugna greiða sjúkratryggðir almennt á aldrinum 18-70 ára fullt verð samkvæmt gjaldskrá sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins sbr. þó b-lið.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000.

2. Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsókna á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknastofu, sbr. þó 11. gr., skal greiða sem hér segir, sbr. þó 9. gr.:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.000.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 300.

3. Fyrir hverja komu til röntgengreiningar og beinþéttnimælingar skal greiða sem hér segir, sbr. þó 9. gr.:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.000.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 300.

Við komu skv. 1. tölul. 1. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 5.000 í heild.

Þegar reikningur er gerður til sjúkratrygginga fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir, röntgengreiningu og beinþéttnimælingu skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu eða ákveðnu heildarverði vegna þessara þátta. Innifalið í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Því er óheimilt að krefja sjúkratryggða um sérstaka greiðslu vegna þessa kostnaðar.

4. gr.

Í 7. gr. breytist orðið _Atvinnuleysistryggingasjóðs" í orðið: Vinnumálastofnunar.

5. gr.

Í 1. og 2. mgr. 8. gr. skal breyta aldursmarkinu 16 ára í 18 ára.

6. gr.

9. gr. orðist svo:

Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslur skv. 2.-4. og 6. gr. skal Tryggingastofnun ríkisins afhenda sjúkratryggðum afsláttarskírteini skv. 8. gr. sem lækkar greiðslu vegna læknishjálpar o.fl. út almanaksárið. Kvittanir skulu auk nafns útgefanda bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag og nafn og kennitölu hins sjúkratryggða.

Hafi sjúkratryggður fengið afsláttarskírteini samkvæmt þessari grein skal hann greiða sem hér segir fyrir læknisþjónustu það sem eftir er almanaksársins:

1. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 300.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 100.

2. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 700.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 300.

3. Fyrir vitjun á dagvinnutíma:

a. Sjúkratryggðir almennt, þar á meðal börn yngri en 18 ára, kr. 700.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 300.

4. Fyrir vitjun utan dagvinnutíma:

a. Sjúkratryggðir almennt, þar á meðal börn yngri en 18 ára, kr. 1.000.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400.

5. Fyrir komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa:

a. Sjúkratryggðir, kr. 500 + 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 1. tölul. 6. gr. þó að lágmarki kr. 300 og að hámarki kr. 5.000.

6. Fyrir rannsóknir:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 400.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 100.

7. Fyrir röntgengreiningu og beinþéttnimælingu:

a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 400.

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 100.

Við komu skv. 5. tölul. 2. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 5.000 í heild.

Heimilt er að ákveða að afsláttarskírteinishafar greiði sama vitjanagjald og aðrir en fái síðan mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.

Greiðslur samkvæmt 1. og 2. tölul. 2. mgr. renna til heilsugæslustöðva, sbr. og 2. og 3. gr. Vitjanagjald dregst frá samningsbundinni þóknun læknis fyrir vitjanir, sbr. og 4. gr.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar með síðari breytingum og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 8. apríl 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica