Brottfallnar reglugerðir

229/1971

Reglugerð um sóttvarnir - Brottfallin

229/1971

REGLUGERÐ
um sóttvarnir.


I. KAFLI
Sóttvarnarsóttir.


1. gr.
Sóttvarnarsóttir, þ, e. þær sóttir, er sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga ber ávallt að beita gegn, eru eftirfarandi sóttir :

1. bólusótt (variolu, variolu minor);
2. kólera (cholera asiatica, cholera El Tor);
3. svarti dauði (pestis).

II. KAFLI
Sóttvarnarráðstafanir gegn sóttvarnarsóttum.
A. Bólusótt.

2. gr.

Meðgöngulími bólusóttar telst 14 sólarhringar.

3. gr.

Ráðherra er heimilt að mæla svo fyrir að menn, er koma til landsins frá til-teknum löndum eða landshlutum, og þyki ekki fullvíst að séu ónæmir fyrir bólusótt, skuli leggja fram gilt alþjóðlegt kúabólusetningarvottorð. Geti þeir ekki lagt fram slíkt vottorð, má sóttvarnarnefnd gefa þeim kost á að undirgangast kúabólusetningu (sbr. þó 3. málsgr. 10 gr.) eða hlíta sóttvarnareftirliti ella, þó ekki lengur en þar til 14 sólarhringar eru liðnir frá síðustu samskiptum við hlutaðeigandi land eða landshluta.

4. gr.

Ef menn, er koma til landsins, hafa fyrir skemmri tíma en nemur fullum meðgöngutíma bólusóttar komið við á eða haft samskipti við bólusýkt svæði, er heimilt að láta þá undirgangast kúabólusetningu eða hlíta sóttvarnareftirliti, eða sæta hvoru tveggja, nema örugglega megi telja þá ónæma fyrir bólusótt, annað hvort vegna undangenginnar kúabólusetningar eða fyrir það, að þeir hafi þegar haft bólusótt. Nú neita hlutaðeigendur að undirgangast kúabólusetningu, og má þá láta þá sæta einangrun. Eftirlits- og einangrunartími vegna bólusóttar má ekki vera lengri en nemi 14 sólarhringum, talið frá þeim tíma, er hlutaðeigendur höfðu síðast samskipti við hið bólusýkta svæði. Gilt alþjóðlegt kúabólusetningarvottorð skal telja fullnægjandi sönnun fyrir bólusóttarónæmi.

5. gr.

Skip eða flugfar telst bólusýkt:
a. ef innan borðs er sjúklingur veikur of bólusótt;
b. ef bólusótt hefur gert vart við sig í skipinu (flugfarinu) á leið þess.
Öll önnur skip (flugför) skal telja ósýkt, enda þótt innan borðs séu menn, sem grunaðir eru um að vera sýktir bólusótt, en slíkir menn skulu, er þeir stiga af skipi (úr flugfari), sæta sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt 7. gr.

6. gr.

Sóttvarnarnefnd er óheimilt að veils bólusýktu skipi eða flugfari leyfi til fermingar eða affermingar, nema um sé að ræða affermingu í sambandi við framkvæmd sóttvarnarráðstafana gegn skipi (flugfari) samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga og reglugerðar þessarar eða sérstaklega standi á og auðgert sé að hags fermingunni eða affermingunni svo, að ekki leiði til sóttnæmisútbreiðslu. Sóttvarnarnefnd má þó ætíð, er nauðsyn krefur, heimila bólusýktu skipi (flugfari) að birgja sig að eldsneyti, vatni og vistum. Þegar bólusýkt skip (flugfar) nýtur fyrirgreiðslu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, skal gæta þeirra varúðarráðstafana, sem sóttvarnarnefnd telur nauðsynlegar og mælir fyrir um hverju sinni, enda skal nefndin hafa sérstakt og nákvæmt eftirlit með framkvæmd þeirra.

7. gr.

Þá er bólusýkt skip eða flugfar kemur að landi, skal sóttvarnarnefnd
a. gera öllum, sem í skipinu (flugfarinu) eru og ekki teljast örugglega ónæmir fyrir bólusótt, kost á kúabólusetningu.
b. láta hvern mann, er stígur af skipi (úr flugfari) sæta einangrun eða sóttvarnareftirliti lengst 14 sólahringa, talið frá þeim tíma, er hann telst síðast hafa verið í sýkingarhættu; þegar ákveðin er lengd einangrunar- og eftirlitstíma, skal taka tillit til undangenginna kúabólusetninga og hver líkindi séu til sýkingar;
c. gera ráðstafanir til sótthreinsunar
1. farangurs hinna sýktu;
2. annars farangurs og hluta, einkum notaðs sængurfatnaðar og líns, sem ætla má sóttmengað;
3. hvers þess hluta skips (flugfars), sem ætla má sóttmengaðan.
Skip eða flugfar skal telja bólusýkt, unz allir bólusýktir menn hafa stigið af skipinu (úr flugfarinu) og allar ráðstafanir sóttvarnarnefndar samkvæmt ákvæðum fyrri málsgreinar þessarar greinar hafa verið framkvæmdar á fullnægjandi hátt. Að því loknu skal heimila skipi (flugfari) frjáls samskipti við land.

8. gr.

Ósýktu skipi eða flugfari skulu þegar við komu heimiluð frjáls samskipti við land, enda þótt skipið (flugfarið) komi frá bólusýktu svæði.

9. gr.

Ef í póstbögglum frá útlöndum er lín, föt eða sængurfatnaður og fatnaður þessi er notaður eða óhreinn og ástæða til að ætla hann mengaðan bólusóttarsýklum, skal sóttvarnarnefnd gera ráðstafanir til, að innihald bögglanna verði sótthreinsað.

10. gr.

Til þess að kúabólusetningarvottorð geti talizt gilt alþjóðlegt kúabólusetningarvottorð, skal það vera samið á enskri eða franskri tungu og gert úr garði, eins og sýnt er á 1. fylgiskjal með þessari reglugerð.
Kúabólusetningarvottorð má ekki vera eldra en 4 ára, talið frá 8. degi eftir frumbólusetningu með jákvæðum árangri, en sé um endurbólusetningu að ræða, þá frá bólusetningardegi.
Ef bólusetjari telur að meinbugir séu á að bólusetja mann af læknisfræðilegri ástæðu, skal hann fá honum í hendur rökstudda yfirlýsingu þar um, ritaða á ensku eða frönsku. Sóttvarnarnefnd ber að taka tillit til slíkrar yfirlýsingar eftir því sem aðstæður þykja leyfa hverju sinni.
Kúabólusetningarvottorð gefin út handa hermönnum af hernaðaryfirvöldum teljast jafngild vottorðum samkvæmt ákvæðum 1. málsgreinar þessarar greinar, ef þau eru að efni til samhljóða um þau læknisfræðilegu atriði, er máli skipta, enda sé greint á ensku eða frönsku, um hvers konar bólusetningu sé að ræða, hvenær bólusetningin hafi farið fram og að vottorðið sé út gefið í samræmi við ákvæði 93. greinar hinna alþjóðlegu sóttvarnarreglna.

11. gr.

Lík manns, sem látizt hefur úr bólusótt, eða grunur leikur á að hafi verið sýktur af bólusótt er andlát bar að, má því aðeins taka til flutnings inn í landið úr landi eða milli staða hér á landi, að það sé í loft- og lagarheldri málmkistu, en þar utan yfir sé traust trékista og þannig umbúið, að málmkistan haggist ekki innan í trékistunni. Skal fylgja vottorð frá sóttvarnaryfirvöldum þar sem líkið var búið til flutnings, um að þessum kröfum hafi verið fullnægt og þannig frá gengið að öðru leyti, að smithætta geti ekki talizt af flutningnum. Flutningi og vörzlu innanlands skal hagað eftir fyrirmælum sóttvarnarnefndar (héraðslæknis) hverju sinni. Stjórnandi skips (flugfars), er flytur lík, seta um ræðir í þessari grein, til landsins, skal gera sóttvarnarnefnd aðvart þar um fyrir landtöku.

B. Kólera.
12. gr.

Meðgöngutími kóleru telst 5 sólarhringar.

13. gr.

Sóttvarnarnefnd er heimilt að gera eftirfarandi sóttvarnarráðstafanir gegn manni, er kemur til landsins frá kólerusýktu svæði, áður en fullur meðgöngutími sóttarinnar er liðinn frá brottför hans:
a. ef hann hefur meðferðis gilt alþjóðlegt vottorð um bólusetningu gegn kóleru, er heimilt að láta hann hlíta sóttvarnareftirliti lengst 5 sólarhringa, frá því að hann fór frá hinu sýkta svæði;
b. ef hann hefur ekki meðferðis slíkt vottorð, er heimilt að láta hann sæta einangrun jafnlangan tíma.

14. gr.

Skip telst kólerusýkt:
a. ef innan borðs er sjúklingur veikur af kóleru;
b. ef kólera hefur gert vart við sig í skipinu á síðustu 5 sólarhringum fyrir komu þess.
Skip telst grunað um að vera kólerusýkt, ef kólera hefur gert vart við sig í skipinu á leið þess, en ekkert nýtt tilfelli gert vart við sig síðustu 5 sólarhringa fyrir komu þess.
Flugfar telst kólerusýkt, ef innan borðs er sjúklingur veikur af kóleru.
Flugfar telst grunað um að vera kólerusýkt, ef kólera hefur gert vart við sig í flugfarinu á leið þess, en enginn sjúklingur veikur af kóleru er innan borðs við komu þess.
Skip eða flugfar telst ósýkt, enda þótt skipið (flugfarið) komi frá kólerusýktu svæði og þó að innan borðs sé maður frá slíku svæði, ef sóttvarnarnefnd telur hafa sannazt við læknisrannsókn, að kólera hafi ekki gert vast við sig í skipinu (flugfarinu) á leið þess.

15. gr.

Um leyfi til fermingar eða affermingar kólerusýkts skips eða flugfars fer í samræmi við ákvæði 6. greinar um bólusýkt skip.

16. gr.

Þá er kólerusýkt skip eða flugfar kemur að landi, skal sóttvarnarnefnd
a. láta sérhvern farþega og sérhvern einstakling áhafnar hlíta sóttvarnareftirliti lengst 5 sólarhringa, talið frá komudegi; farþega og einstaklinga áhafnar, sem hafa ekki meðferðis gilt alþjóðlegt vottorð um bólusetningu gegn kóleru og stíga af skipi (úr flugfari), er heimilt að láta sæta einangrun jafn langan tíma;
b. gera ráðstafanir til sótthreinsunar
1. farangurs hinna sýktu eða grunuðu:
2. notaðs sængurfatnaðar, líns og annarra hluta, sem ætla má sóttmengaða;
3. hvers þess hluta skips (flugfars), sem ætla má sóttmengaðan;
c. gera ráðstafanir til sótthreinsunar og síðan brottflutnings vatns, sem ætla má sóttmengað, svo og sótthreinsunar vatnsgeyma.
Saur og þvag manna, skolp, þar með talið kjölvatn, hvers konar úrgang og annað, er ætla má sóttmengað, má ekki flytja burtu, fyrr en eftir að það hefur verið sótthreinsað. Að því loknu sér sóttvarnarnefnd um að það sé fjarlægt á tryggilegan hátt.

17. gr.

Þá er skip eða flugfar, sem grunað er um að vera kólerusýkt, kemur að landi, má sóttvarnarnefnd beita sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt ákvæðum fyrri málsgreinar 16. greinar, b og c, og síðari málsgreinar sömu greinar.
Sóttvarnarnefnd er auk þess heimilt að láta sérhvern farþega og sérhvern einstakling áhafnar, er stígur af skipi (úr flugfari), hlíta sóttvarnareftirliti lengst 5 sólarhringa, talið frá komudegi. Farþega og einstaklinga áhafnar, sem farið hafa frá kólerusýktu svæði fyrir skemmri tíma en nemur fullum meðgöngutíma sóttarinnar og hafa ekki meðferðis gilt alþjóðlegt vottorð um bólusetningu gegn kóleru, er heimilt að láta sæta einangrun lengst 5 sólarhringa, talið frá þeim degi, er þeir fóru frá hinu sýkta svæði sbr. 13. gr. b.

18. gr.

Þá er ráðstafanir sóttvarnarnefndar samkvæmt ókvæðum 26. greinar sóttvarnarlega og 16. og 17. greinar þessarar reglugerðar hafa verið framkvæmdar á fullnægjandi hátt, skal heimila skipi (flugfari) frjáls samskipti við land.

19. gr.

Þá er ósýkt skip eða flugfar kemur að landi, skal ætíð heimila skipinu (flugfarinu) frjáls samskipti við land, en komi skipið (flugfarið) frá kólerusýktu svæði, er sóttvarnarnefnd heimilt að beita sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt ákvæðum 13. greinar gegn sérhverjum farþega og sérhverjum einstaklingi áhafnar, er stígur af skipinu (úr flugfarinu).

20. gr.

Ef í póstbögglum er matvara, sem ákvæði fyrstu málsgreinar 21. gr. taka til, eða notaður eða óhreinn fatnaður, (lín, föt eða sængurfatnaður) og ástæða er til að ætla þetta mengað kólerusýklum, skal sóttvarnarnefnd gera ráðstafanir til að innihald bögglanna verði sótthreinsað.

21. gr.

Þá er kólerusýkt eða grunað skip eða flugfar kemur að landi eða skip eða flugfar kemur frá kólerusýktu svæði, er sóttvarnarnefnd heimilt að taka sýni til bakteríuræktunar af fiski, skeldýrum, aldinum, grænmeti og annarri matvöru, svo og drykkjarvöru, nema umrædd atvara eða drykkjarvara sé kæfð í luktum, loftþéttum umbúðum og sóttvarnarnefnd telji enga ástæðu til að ætla, að varan geti verið menguð kólerusýklum. Sóttvarnarnefnd getur bannað affermingu allrar slíkrar mat- eða drykkjarvöru, sem reynist menguð, eða hlutast sjálf til um affermingu hennar og brottflutning á fyllilega tryggan hátt.
Ef matvara og drykkjarvara sú, sem um ræðir í 1. málsgr. þessarar greinar, er hluti af hleðslu vörugeymis eða af lestarfarmi skips eða flugfars, má aðeins sóttvarnarnefnd þeirrar hafnar eða flughafnar, sem varan er send til, hlutast til um brottflutninginn.
Flugfarsstjóri á rétt á að krefjast að matvara og drykkjarvara sú, sem um ræðir í 1. málsgr. þessarar greinar, sé flutt brott úr flugfari hans.

22. gr.

Til þess að vottorð um bólusetningu gegn kóleru geti talizt gilt alþjóðlegt kólerubólusetningarvottorð, skal það vera samið á enskri eða franskri tungu og gert úr garði, eins og sýnt er á 2. fylgiskjali með þessari reglugerð, enda standist bóluefnið kröfur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Kólerubólusetningarvottorð má ekki vera eldra en 6 mánaða, talið frá 6. degi eftir bólusetningu í fyrri stungu, ef um tvær er að ræða) ; ef bólusetning hefur verið endurtekin, áður en gildistími vottorðsins var liðinn, telst vottorðið gilda frá þeim degi, er bólusetningin var endurtekin.
Kólerubólusetningarvottorð gefin út handa hermönnum af hernaðaryfirvöldum teljast jafngild vottorðum samkvæmt ákvæðum 1. málsgreinar þessarar greinar, ef þau eru að efni til samhljóða um þau læknisfræðilegu atriði, er máli skipta, enda sé greint á ensku eða frönsku, um hvers konar bólusetningu sé að ræða, hvenær bólusetningin hafi farið fram og að vottorðið sé út gefið í samræmi við ákvæði 93. greinar hinna alþjóðlegu sóttvarnarreglna (1969).

23. gr.

Um flutning á líki manns, sem hefur dáíð tír kóleru eða grunur leikur á að hafi verið sýktur af kóleru, er andlát bar að, fer í samræmi við ákvæði 11. gr.

C. Svarti dauði (pest).
24. gr.

Meðgöngutími svarta dauða telst 6 sólarhringar.

25. gr.

Sóttvarnarnefnd skal gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að maður fari úr landi frá lungnapestarsýktu svæði, ef grunaður er um sýkingu, nema hann hafi sætt einangrun i sex sólarhringa, talið frá síðasta degi hugsanlegrar smitunar (sbr. og ákvæði 19. gr. sóttvarnarlaga).

26. gr.

Skip eða flugfar telst pestarsýkt:
a. ef maður veikur of svarta dauða er innanborðs;
b. ef svarti dauði í mönnum hefur gert vart við sig innan borðs, síðar en 6 sólarhringum eftir að hinn sjúki kom í skipið;
c. ef sannazt hefur, að rottupest sé í skipinu eða önnur nagdýr innan borðs pestarsýkt: Skip telst grunað um að vera pestarsýkt:

a. ef enginn maður veikur af svarta dauða er innan borðs, en svarti dauði í mönnum hefur gert vart við sig í skipinu á fyrstu 6 sólarhringum, eftir að hinn sjúki kom í skipið;
b. þegar sannazt hefur óvenjulegur rottudauði eða dauði annarra nagdýra í skipinu, án þess að orsök hans hafi verið leidd í ljós.
c. ef um borð er maður, sem hefur verið í smithættu of lungnapest, en ekki sætt einangrun í samræmi við ákvæði 25. gr.

Skip eða flugfar telst ósýkt, enda þótt skipið (flugfarið) komi frá pestarsýktusvæði og enda þótt innan borðs sé maður frá slíku svæði, ef sóttvarnarnefnd telur hafa sannazt við læknisrannsókn, að því ástandi, sem um ræðir í 1. og 2. málsgr.þessarar greinar, sé ekki til að dreifa í skipinu (flugfarinu).

27. gr.

Um leyfi til fermingar eða affermingar pestarsýkts skips eða flugfars fer í samræmi við ákvæði 6. greinar um bólusýkt skip.

28. gr.

Þá er pestarsýkt skip eða grunað eða pestarsýkt flugfar kemur að landi, má sóttvarnarnefnd
a. láta hreinsa óþrif af öllum grunuðum, svo og láta þá hlíta sóttvarnareftirliti lengst 6 sólarhringa, talið frá komudegi;
b. gera ráðstafanir til eyðingar óþrifa og, ef nauðsynlegt þykir, til sótthreinsunar
1. farangurs hinna sýktu eða grunuðu;
2. notaðs sængurfatnaðar, líns og annarra hluta, sem ætla má sóttmengaða
3. hvers þess hluta skips (flugfars), sem ætla má sóttmengaðan.
Ef maður er veikur af lungnapest er innan borðs, eða lungnapest hefur gert vart við sig i skipi innan 6 sólarhringa fyrir komu þess, er sóttvarnarnefnd heimilt auk ráðstafana skv. ákvæðum fyrstu málsgreinar (a og b) þessarar greinar, að láta farþega og áhöfn sæta einangrun i 6 sólarhringa, talið frá síðasta degi smithættu.
Ef rottupest er í skipi eða vörugeymum þess, skal láta það undirgangast rottueyðingu og skordýraeyðingu, en þá er þessa að gæta:
a. rottueyðingu skal framkvæma, jafnskjótt sem lestir hafa verið tæmdar;
b. framkvæma má til bráðabirgða rottueyðingu einu sinni eða oftar, áður en afferming hefst eða meðan á henni stendur, til þess að koma í veg fyrir, að pestarsýktar rottur sleppi úr skipinu;
c. ef fullkominni rottueyðingu verður ekki komið við vegna þess að einungis nokkurn hluta farms á að taka úr skipi, má sóttvarnarnefnd þó ekki hindra affermingu þess hluta farmsins, en gera má hún allar ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegar, til þess að kom i veg fyrir, að pestarsýktar rottur sleppi úr skininu og áhöfnin sýktist.
Ef í flugfari finnast pestarsýktar rottur eða önnur pestarsýkt nagdýr, skal flugfarið undirgangast rottueyðingu og skordýrneyðingu eftir þeim reglum, er sóttvarnarnefnd mælir fyrir um.

29. gr.

Þá er ráðstafanir sóttvarnarnefndar samkvæmt ákvæðum 28. greinar sóttvarnarlaga og 28, greinar þessarar reglugerðar hafa verið framkvæmdar á fullnægjandi hátt, eða þegar sóttvarnarnefnd telur sannað, að óvenjulegur rottudauði stafi ekki af svarta dauða, skal heimila skipi (flugfari) frjáls samskipti við land.

30. gr.

Þá er ósýkt skip eða flugfar kemur að landi, skal heimila skipinu (flugfarinu) frjáls samskipti við land, en komi skipið (flugfarið) frá pestarsýktu svæði, er sóttvarnarnefnd heimilt
a. að láta sérhvern grunaðan, er stígur af skipinu (úr flugfarinu), hlíta sóttvarnareftirliti lengst 6 sólarhringa, talið frá þeim degi, er skipið (flugfarið) fór frá hinu sýkta svæði;
b. að krefjast rottueyðingar og skordýraeyðingar í skipinu, ef rík ástæða er til, en láta skal þá skipstjóra í té skriflega greindargerð þar um.

31. gr.

Ef í póstbögglum frá útlöndum er lín, föt eða sængurfatnaður og fatnaður þessi er notaður eða óhreinn og ástæða til að ætla hann mengaðan prestarsýklum, skal sóttvarnarnefnd gera ráðstafanir til, að eytt verði óþrifum í bögglunum og innihaldið sótthreinsað, ef nauðsynlegt þykir.

32. gr.

Um flutning á líki pestarsýkts manns fer í samræmi við ákvæði 11. gr.

III. KAFLI
Greinargerð (yfirlýsing) um heilbrigðisástand í skipum og flugförum við
komu að landi. Samskiptaleyfi.
A . Skip.
33. gr.

Þá er skip kemur að landi, lætur skipstjóri sóttvarnarnefnd í té skriflega greinargerð um heilbrigðisástand í skipinu (sbr. þó 37. gr.). Heilbrigðisgreinargerð skal gerð úr garði, eins og sýnt er á 3. fylgiskjali með þessari reglugerð. Ef skipslæknir er á skipi, undirritar hann heilbrigðisgreinargerð ásamt skipstjóra.
Skipstjóra og skipslækni er skylt að svara öllum eðlilegaum fyrirspurnum sóttvarnaryfirvalda, er varða heilbrigðisástand í skipi þeirra á leið þess.

34. gr.

Sóttvarnarnefnd heimilar skriflega samskipti skips við land og gerir samskiptaleyfið tír garði, hins og sýnt er á 4. fylgiskjali með þessari reglugerð. Ef skip hefur fyrir komu sína að landi hlotið loftleiðis samskiptaleyfi, skal staðfesta leyfið skriflega eftir komu skipsins.
Ef heilbrigðisgreinargerð skipstjóra eða annað vekur grun um, að næm sótt sé í skipi eða hafi gert vart við sig á leið þess, skal ekki láta því i té samskiptaleyfi, fyrr en sóttvarnarlækni hefur gefizt ráðrúm til að kynna sér heilbrigðisástand innan borðs og gera ráðstafanir til sóttvarna, eftir því sem ástæða kann að vera til.

35. gr.

Með þeim undantekningum, sem um ræðir i 36. gr., eru skip, sem annast reglubundnar áætlunarferðir, undanþegin kvöð um heilbrigðisgreinargerð samkvæmt ákvæðum 33. greinar og að afla sér samskiptaleyfis, en þó getur sóttvarnarnefnd krafizt þess, að skipstjóri láti sóttvarnarnefnd í té, áður en skipið hefur frjáls samskipti við land, skriflega yfirlýsingu um, að einskis hafi orðið vart, er hendi til þess, að sótthættan stafi af skipi hans, og skal yfirlýsingin gerð úr garði, eins og sýnt er á 5. fylgiskjali með þessari reglugerð. Megi hins vegar ætla, að næm sótt sé i skipinu eða hafi gert vart við sig á leið þess, eru því óheimil frjáls samskipti við land, fyrr en sóttvarnarlækni hefur gefizt ráðrúm til að kynna sér heilbrigðisástand innan borðs og gera ráðstafanir til sóttvarna, eftir því sem ástæða kann að vera til.
Á sama hátt, og með sömu undantekningum, getur ráðherra eða í einstökum tilvikum sóttvarnarnefnd undanþegið önnur skip kvöð um heilbrigðisgreinargerð.

36. gr.

Undanþágur samkvæmt ákvæðum 35. greinar koma ekki til greina, þá er skip kemur frá eða hefur haft samskipti við svæði, sem ráðherra hefur auglýst, a$ teljast skuli sýkt sóttvarnarsótt, sbr. 1. gr. Sama máli gegnir, ef skipið hefur á leið sinni haft samskipti við skip, er kemur frá slíku svæði, eða upp hefur komið í skipinu eða í skipi, sem það hefur á leið sinni haft samskipti við, sjúkdómur, er ætla megi, að verið hafi sóttvarnarsótt.

37. gr.

Íslenzk varðskip og erlend herskip, sem koma á íslenzkar hafnir samkvæmt heimild í lögum nr. 44/1939, eru undanþegin kvöð um heilbrigðisgreinargerð og samskiptaleyfi, svo og heilbrigðisyfirlýsingu skipstjóra samkvæmt ákvæðum 35. greinar, enda fylgi þau almennum, viðurkenndum reglum um vartíðarráðstafanir til tryggingar því, að með þeim berist ekki næmar sóttir til landsins.

B. Flugför.
38. gr.

Þá er flugfar kemur að landi, lætur flugstjóri, eða fulltrúi fyrir hans hönd, sóttvarnarnefnd f té, nema annað leiði af ákvæðum 41. og 43. greinar, samrit þess hluta hinnar almennu loftferðarskýrslu, er varðar heilbrigðisástand innan borðs (sbr. 7. fylgiskjal).

39. gr.

Flugstjóra, eða fulltrúa fyrir hans hönd, er skylt að svara öllum eðlilegum fyrirspurnum sóttvarnaryfirvalda, er varða heilbrigðisástand í flugfari hans á leið þess.

40. gr.

Leyfi sóttvarnarnefndar til frjálsra samskipta við land tilkynnist flugfari loftleiðis fyrir komu þess eða munnlega, eftir að það er komið að landi.

41. gr.

Með þeim undantekningum, sem um ræðir í 42. gr., eru flugför, sem annast reglubundnar áætlunarferðir, undanþegin þeirri kvöð aðláta af hendi samrit þess hluta hinnar almennu loftferðarskýrslu, er varðar heilbrigðisástand innan borðs, svo og að afla sér samskiptaleyfis, en flugstjóra er skylt a tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarstjórn, áður en hann lendir flugfarinu, ef orðið hefur vart innan borðs á leiðinni sjúkdóms, sem ástæða er til að ætla, að verið gæti næm sótt, eða ef ástand innan borðs er að öðru leyti þannig, að ástæða er til að ætla, að hætta geti verið á, að næm sótt berist með flugfarinu. Í slíkum tilfellum mega farþegar og áhöfn ekki stíga úr flugfarinu, fyrr en sóttvarnarnefnd, að lokinni athugun sóttvarnarlæknis, hefur veitt leyfi til þess.
Á sama hátt og með sömu undantekningum getur ráðherra, eða í einstökum tilvikum sóttvarnarnefnd, veitt öðrum flugförum undanþágu frá ákvæði 38. gr.

42. gr.

Undanþágur samkvæmt ákvæðum 41. greinar koma ekki til greina um flugfar sem.
a. kemur frá eða hefur á leið sinni komið við á svæði, sem ráðherra hefur auglýst að teljast skuli sýkt sóttvarnarsótt, sbr. 1. gr., eða
b. heyrir til, kemur frá eða hefur á leið sinni komið við í landi, sem er kki aðili að hinum alþjóðlegu sóttvarnarreglum.

43. gr.

Herflugför, sem heimiluð er lending hér á landi, eru undanþegin þeirri kvöð að láta af hendi samrit þess hluta hinnar almennu loftferðaskýrslu, er varðar heilbrigðisástand innan borðs, svo og að afla sér samskiptaleyfis, enda fylgi þau almennum viðurkenndum reglum um varúðarráðstafanir til tryggingar því, að með þeim berist ekki næmar sóttir til landsins.

IV. KAFLI
Skipulögð rannsókn rottugangs og rottueyðing í skipum.
44. gr.

Með þeim undantekningum, sem um ræðir í 45. gr. skal skipum, er koma frá útlöndum á íslenzka höfn og hafa hvorki meðferðis gilt vottorð um að eytt hafi verið rotta (rottueyðingarvottorð), né vottorð um að ekki sé um rottugang að ræða í skipunum, eða önnur nagdýr (rottuvottorð), skylt að undirgangast rannsókn rottugangs og síðan rottueyðing, nema hlutaðeigandi sóttvarnarnefnd komist að þeirri niðurstöðu, að rannsókn lokinni, að engin nagdýr séu innan borðs svo að rottueyðingar sé ekki þörf.
Rottu- og rottueyðingarvottorð eru því aðeins gild, að þau séu látin í té af sóttvarnarnefndum, sem rétt hafa til að annast framkvæmd rannsóknar á rottugangi eða rottueyðingu í skipum samkvæmt ákvæðum 46. greinar, eða sóttvarnaryfirvöldum á erlendum hafnarstöðum, sem rétt hafa til að láta í té slík vottorð; vottorðin skulu samin á ensku eða frönsku og gerð úr garði, eins og sýnt er á 6. fylgiskjali með þessari reglugerð. Vottorðin gilds 6 mánuði, sbr. þó ákvæði 2. málsgreinar 47. greinar.

45. gr.

Ákvæði þessa kafla taka ekki til fiskiskipa, lystisnekkja, björgunarbáta, hafnsögubáta, vitaskipa, herskipa, ísbrjóta, dráttarskipa, dýpkunarskipa, skólaskipa, sem eingöngu eru notuð til kennslu, né heldur til smáskipa og báta sem minni eru en 20 vergar rúmlestir.

46. gr.

Rannsókn á rottugangi og rottueyðing i skipum samkvæmt ákvæðum þessa kafla verða eingöngu framkvæmdar í Reykjavík og á Akureyri, en rannsókn á rottugangi auk þess á Ísafirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum.
Sóttvarnarnefndir á framangreindum hafnarstöðum gera ráðstafanir til að framkvæmd sé of þar til hæfu starfsliði umrædd rannsókn á rottugangi eða rottueyðing í skipum.

47. gr.

Skipstjórum þeirra skipa, sem ákvæði þessa kafla taka til, er skylt, jafnframt því sem þeir gera sóttvarnarnefnd grein fyrir heilbrigðisástandi í skipum sínum samkvæmt ákvæðum III. kafla, að sýna rottu- eða rottueyðingarvottorð, ef til eru.
Ef skip hefur meðferðis rottu- eða rottueyðingarvottorð, en vottorðið er gengið úr gildi, er hlutaðeigandi sóttvarnarnefnd heimilt að framlengja gildi þess um 1 mánuð, ef skipstjóri færir sönnur á, að skipið sé á leið til hafnarstaðar, þar sem auðveldara er að framkvæma rannsókn á rottugangi eða rottueyðingu í skipum.
Hafi skip ekki meðferðis rottu- eða rottueyðingarvottorð, eða slíkt vottorð skipsins er gengið úr gildi og gildi þess verður ekki framlengt samkvæmt ákvæðum 2. málsgreinar þessarar greinar, gerir sóttvarnarnefnd á hafnarstað, þar sem rottu- eða rottueyðingarvottorð verða látin í té samkvæmt ákvæðum 46. greinar, ráðstafanir til þess, að framkvæmd verði rannsókn á rottugangi í skipinu, og tekur síðan í samræmi við niðurstóðu rannsóknarinnar ákvörðun um, hvort framkvæma skuli eða ekki rottueyðingu í skipinu ákvörðun sína um þetta tilkynnir nefndin skipstjóranum skriflega. Á hafnarstað, þar sent rottu- eða rottueyðingarvottorð verða ekki látin í té, vísar sóttvarnarnefnd skipinu til hafnarstaðar, þar sem slík vottorð verða látin í té. Ef skipstjóri óskar þess þá eindregið, að rannsókn á rottugangi og, ef til kemur, rottueyðing i skipinu fari heldur fram á þeim hafnarstað, þar sem skipið er statt, er sóttvarnarnefnd staðarins heimilt að leita eftir því við þá sóttvarnarnefnd, sem auðveldast er að ná til af nefndum þeim, sem rétt hafa til að láta í té rottu- eða rottueyðingarvottorð, að hún taki að sér að sjá um framkvæmd umræddra aðgerða í skipinu, þar sem það er statt. Hinni tilkölluðu sóttvarnarnefnd er þá heimilt að taka þetta að sér og láta skipinu í té, að framkvæmd lokinni, tilheyrandi rottu- eða rottueyðingarvottorð.

48. gr.

Þá er skip kemur að landi og allan tímann, sem það liggur í höfn, á sóttvarnarnefnd og hver sá, er hún veitir til þess umboð, rétt á óhindruðum aðgangi að öllum lestarrúmum og vistarverum skipsins í því skyni að athuga um rottugang; jafnframt er skipstjóra og áhöfn skylt að svara samvikusamlega öllum fyrirspurnum, er varða rottugang í skipinu.

49. gr.

Rannsókn á rottugangi og rottueyðingu í skipum skal hagað samkvæmt leiðbeiningum, er landlæknir gefur til.

50. gr.

Komist sóttvarnarnefnd að lokinni rannsókn á rottugangi i skipi að þeirri niðurstöðu, að innan borðs séu engin nagdýr, lætur nefndin í té vottorð um það og gerir vottorðið úr garði, eins og sýnt er á 6. fylgiskjali með þessari reglugerð (rottuvottorð). Slíkt vottorð er því aðeins heimilt að láta í té, að svo hafi verið ástatt um skipið, þá er rannsókn á rottugangi fór fram, að lestir hafi verið tómar að öðru en seglfestu eða sá einn farmur, er rotta sækir ekki í, og honum komið svo fyrir í skipinu, að unnt hafi verið að framkvæma fullkomna rannsókn á lestarrúmum. Geymaskipum má þó láta í té rottuvottorð, enda þótt geymdar hafi verið fullir þegar rannsókn á rottugangi fór fram.

51. gr.

Komist sóttvarnarnefnd að þeirri niðurstöðu að lokinni rannsókn á rottugangi í skipi, að rottueyðing verði að fara fram, ákveður nefndin í hverju einstöku tilfelli, hverri aðferð skuli beita (venjulegri dreifingu rottueiturs, svælingu með lofteitri eða öðrum hagkvæmum ráðum) í samræmi við leiðbeiningar landlæknis, sbr. 49. g., þannig að rottu verði á sem virkastan, tryggastan og hagkvæmastan hátt eytt í skipinu.

52. gr.

Rottueyðingu í skipi skal haga þannig, að skip og farmur skaðist sem allra minnst, og framkvæmdin má ekki taka lengri tíma en 24 klukkustundir.
Að svo miklu leyti sem unnt er, skal skip vera með tómar lestir, þegar rottueyðing er framkvæmd. Rottueyðingu er þó heimilt að framkvæma fyrir affermingu skips, ef svo verður litið á, að farmur sé þeirrar tegundar og honum þannig komið fyrir í skipinu, að unnt sé að framkvæma rottueyðingu til hlítar, án þess að skipið sé affermt. Ef um er að ræða skip með tómar lestir að öðru en seglfestu, skal ljúka rottueyðingu, áður en ferming skipsins hefst.
Heimilt er að framkvæma rottueyðingu í vöru, sem þannig er um búið, að rotta á þar afdrep, og kosta skal alls kapps um, að rotta berist ekki með vöru, né nái að hlaupa eftir landfestum milli skips og lands, hvorki úr skipi né í það. Til að koma í veg fyrir það, er sóttvarnarnefnd heimilt að krefjast, að skip láti setja rottuskildi á allar landfestar eða leysi landfestar og leggist fyrir akkeri hæfilega fjarri bryggju eða hafnarbakka.
Dauðri rottu má ekki fleygja í sjó í höfn, heldur flytja hana á þann stað, er sóttvararnefnd vísar á.
Hlíta skal í einu og öllu fyrirmælum sóttvarnarverndar varðandi rottueyðingu í skipi, og er skipstjóra og áhöfn skylt að veita alla þá verklega aðstoð við rottueyðinguna, sem nefndin æskir.
Þegar rottueyðingu í skipi hefur verið lokið á fullnægjandi hátt, lætur sóttvarnarnefnd í té dagsett vottorð um framkvæmdina (rottueyðingarvottorð) og gerir vottorðið úr garði, eins og sýnt er á 6. fylgiskjali með þessari reglugerð.
Telji sóttvarnarnefnd, að rottueyðing í skipi hafi farið fram við þær aðstæður, að fullnægjandi árangri hafi ekki verið unnt að ná, lætur hún þó í té rottueyðingarvottorð, en getur þess i vottorðinu, að árangri hafi verið áfátt.

53. gr.

Ef eigandi eða útgerðarmaður skips ber fram óski um að mega sjálfur annast rannsókn á rottugangi og ef til kemur rottueyðingu í skipi sínu, getur hann hlotið leyfi til þess af hendi sóttvarnarnefndar, sem rétt hefur til að láta i té rottu- eða rottueyðingarvottorð, en undirgangast verður hann nánara tilgreind skilyrði og þar á meðal, að sóttvarnarnefnd segi fyrir um framkvæmdina og hafi nákvæmt eftirlit með því, að allt fari fram á viðeigandi hátt.

54. gr.

Skip, er koma að landi í íslenzkri höfn og ekki er skylt að undirgangast rottueyðingu samkvæmt ákvæðum 44. greinar, geta krafizt rannsóknar á rottugangi og rottueyðingar samkvæmt reglum þeim, er að framan greinir.

55. gr.

Þó að skip hafi meðferðis gilt rottueyðingar- eða rottuvottorð, er það ekki þar fyrir undanþegið ráðstöfunum samkvæmt ákvæð«m 28.-30. greinar, ef að öðru leyti er ástæða til að láta þau ákvæði koma til framkvæmda.

56. gr.

Ef sérstök ástæða þykir til í sóttvarnarskyni, og grunur leikur á að nagdýr séu innan borðs, getur sóttvarnarnefnd látið rottueyðingu fara fram í flugfari.

V. KAFLI
Sóttvarnargjöld og sóttvarnarkostnaður.
57. gr.

Almenn sóttvarnargjöld greiða erlend skip, er stunda fiskveiðar eða aðra veiði við Ísland eða á nálægum höfum og leita til hafnar í sambandi við veiðarnar. Almenn sóttvarnargjöld eru:
a. rúmlestargjald, miðað við vergar rúmlestir skips:
1. af skipi, sem nær ekki 60 rúmlestum, kr. 500.00.
2. af skipi, sem er frá 60 upp að 100 rúmlestum, kr. 750.00.
3. af skipi, sent er fullar 100 rúmlestir, kr. 1000.00.
b. kostnaður af flutningi umboðsmanns sóttvarnarnefndar til skips og frá skipi.
Slíkt fiskiskip greiðir auk þess þóknun samkvæmt gjaldskrá héraðslækna fyrir aðgerðir sóttvarnarlæknis, þegar hann er tilkallaður samkvæmt ákvæðum síðustu málsgreinar 23. greinar sóttvarnarlaga, svo og allan kostnað, er leiðir af frekari rannsóknum og ráðstöfunum í sóttvarnarskyni, er koma skipsins að landi kann að gera nauðsynlegar.

58. gr.

Skip, þó að önnur séu en fiskiskip þau, er 57. grein tekur til, svo og flugför, er leita hafnar eða flughafnar á Íslandi eingöngu til að setja á land sjúklinga eða lík, greiða samkvæmt reikningi allan kostnað of sáttvarnarráðstöfunum, er koma skipsins (flugfarsins) að landi kann að gera nauðsynlegar, þó ekki þóknun fyrir aðgerðir sóttvarnarlæknis, né nokkurn kostnað af rannsóknum til að leiða í ljós heilbrigðisástand farþega eða áhafnar í sóttvarnarskyni.

59. gr.

Skip greiða kostnað af rannsókn á rottugangi og rottueyðingu samkvæmt ákvæðum IV. kafla og einnig flugför, ef samsvarandi aðgerðum er beitt gegn þeim. Skip greiða þennan kostnað samkvæmt ákvæðum 60. og 61. greinar og flugför í sem fyllstu samræmi við þau ákvæði.

60. gr.

Fyrir rannsókn á rottugangi i skipi, sem sóttvarnarnefnd lætur framkvæma, greiðist:
a. rúmlestargjald, miðað við vergar rúmlestir skips:
1. af skipi, sem nær ekki 150 rúmlestum, kr. 500.00.
2. af skipi, sem er frá 150 upp að 300 rúmlestum, kr. 1000.00.
3. af skipi, sent er fullar 300 rúmlestir, kr. 2000.00.
b. kostnaður af flutningi starfsliðs sóttvarnarnefnda, er vinnur að rannsókninni, til skips og frá skipi; þegar um er að ræða ráðstafanir samkvæmt niðurlagsákvæði 47. greinar, greiðir skipið enn fremur ferðakostnað, svo og tímakaup eða dagpeninga aðkomins starfsliðs, í samræmi við það, sem títt er að greiða sambærilegum opinberum starfsmönnum.

Fyrir forsögn og eftirlit sóttvarnarnefndar með rannsókn á rottugangi í skipi samkvæmt ákvæðum 53. greinar greiðist hið sama og fyrir framkvæmd slíkrar rannsóknar of hendi sóttvarnarnefndar.

61. gr.

Fyrir svælingu skips með blásýru eða öðru virku lofteitri til eyðingar rottu greiðist sem hér segir:
a. kostnaðarverð eiturs þess, sem eyðzt hefur;
b. kaup starfsfólks
1. tímakaup starfsliðs sóttvarnarnefndar, sem annazt hefur svælinguna, svo og verkafólks, er kann að hafa verið ráðið því til nauðsynlegrar aðstoðar, hvort tveggja í samræmi víð það, sem tíðkast um sambærilegar greiðslur á staðnum;
2. tímakaup varðmanns, ef hans hefur verið þörf, í samræmi við það, sem tíðkast um greiðslur fyrir slík störf á staðnum.
3. ferðakostnaður, tímakaup eða dagpeningar aðkomins starfsliðs sótvarnarnefndar, ef svælingin fer fram utan þess staðar, þar sem sóttvarnarnefnd situr, í samræmi við það, sem títt er að greiða opinberum starfsmönnum.
c. 25 % af fjárhæðum þeim, sem greiða ber samkvæmt ákvæðum liða a og b,1, og gengur það til greiðslu annars kostnaðar af þessum framkvæmdum.
d. þóknun fyrir yfirumsjón sóttvarnarlæknis með svælingunni; fer um þóknunina samkvæmt gjaldskrá héraðslækna, en að öðru leyti, sem hér segir.
1. fyrir svælingu minni háttar, en aðgengilegra lestarrúma eða vistarvera greiðst sem fyrir eina læknisvitjun í skip:
2. fyrir meiri háttar svælingu en greinir í lið d, 1, í skipi, sem nær ekki 300 rúmlestum, greiðist sem fyrir 2 læknisvitjanir í skip:
3. fyrir meiri háttar svælingu en greinir í lið d, 1, í skipi, sem er yfir 300 rúmlestir, greiðist sem fyrir 3 læknisvitjanir í skip.

Ef rottueyðing í skipi er framkvæmd með gildrum, venjulegri dreifingu rottueiturs eða á annan þvílíkan hátt, greiðist kostnaður af eitri því, sem eyðzt hefur, svo og tilfæringum auk kostnaðar, er greinir í liðum b og c.

62. gr.

Rottueyðingu í skipum og flugförum samkvæmt ákvæðum 28. og 30. greinar lætur sóttvarnarnefnd framkvæma á kostnað hlutaðeigandi.

63. gr.

Sóttvarnargjöld innheimtast með öðrum gjöldum til ríkissjóðs af skipum (flugförum) og renna í ríkissjóð. Skip (flugför), sem sóttvarnargjöld falla á, má ekki afgreiða til brottfarar úr höfn (flughöfn), fyrr en gjöld þessi hafa verið innt af hendi, eða fullnægjandi trygging sett fyrir greiðslunni.

64. gr.

Allur kostnaður af framkvæmd sóttvarnarráðstafana samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga og þessarar reglugerðar greiðist úr ríkissjóði.

VI. KAFLI
Almenn ákvæði.
65. gr.

Erindrekstur og afgreiðslu sóttvarnarnefndar samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga og þessarar reglugerðar annast umboðsmaður nefndarinnar fyrir hennar hönd. Umboðsmaður sóttvarnarnefndar er tollgæzlumaður, nema önnur ráðstöfun sé sérstaklega gerð. Umboðsmaður (tollgæzlumaður) kemur fram fyrir hönd nefndarinnar gagnvart skipstjóra (flugfarsstjóra) eða fulltrúa hans, þá er skip (flugfar) kemur að landi, tilkynnir um samskiptaleyfi og undirritar slík leyfi í umboði nefndarinnar. Þá er ræðir um sóttvarnarnefnd í þessari reglugerð, er því eftir atvikum einnig átt við umboðsmann sóttvarnarnefndar (tollgæzlumann).

66. gr.

Um einstakar sóttvarnaraðgerðir, sem inna verður af hendi í sambandi við framkvæmd ákvæða sóttvarnarlaga og þessarar reglugerðar, en ekki er nánari grein gerð fyrir i reglugerðinni, svo sem almenn sótthreinsun skipa, vöru og fólks, lúshreinsun og aðra sníkjudýraeyðingu, kúabólusetningu og aðrar ónæmisaðgerðir o. s. frv., fer eftir almennum viðurkenndum reglum, svo og eftir sömu eða hliðstæðum reglum, sem á hverjum tíma gilds um sömu eða hliðstæðar aðgerðir í sambandi við framkvæmd farsóttavarna innan lands.

67. gr.

Fjármálaráðuneytið gefur út eða útvegar ásamt öðrum fyrirskipuðum eyðublöðum, sem notuð eru við afgreiðslu skips, og lætur sóttvarnarnefndum (tollgæzlu) í té eyðublöð þau, sem nota ber samkvæmt ákvæðum 10., 22.. 33.-35., 44., 50. og 52. greinar og skulu eyðublöðin gerð úr garði, eins og sýnt er á 1.-7. fylgiskjali með þessari reglugerð.

VII. KAFLI
Niðurlagsákvæði.
68. gr.

Rangar skýrslur um það, sem sóttvarnaryfirvöld mega krefjast vitnisburðar um samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga og þessarar reglugerðar, svo og önnur brot á ákvæðum reglugerðarinnar, varða viðurlögum samkvæmt 43. gr. sóttvarnarlaga.

69. gr.

Reglugerð þessi gengur i gildi þegar í stað, og fellur jafnframt úr gildi sóttvarnarreglugerð nr. 112, 27. ágúst 1954.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. nóvember 1971.


Magnús Kjartansson.
Páll Sigurðsson

F Y L G I S K J Ö L (1-7)

Fylgiskjal 1.

Fylgiskjal 2.


Fylgiskjal 3.
Fylgiskjal 4.Fylgiskjal 5.Fylgiskjal 6.

Fylgiskjal 7.Vantar Word-skjal


Þetta vefsvæði byggir á Eplica