Brottfallnar reglugerðir

851/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 369/2003, um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. - Brottfallin

851/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 369/2003, um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

1. gr.

27. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reikningsár ÁTVR er almanaksárið. Um bókhald, gerð ársreiknings og endurskoðun gilda lög nr. 145/1994, um bókhald, og eftir því sem við geta átt lög nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, og lög nr. 86/1997, um ríkisendurskoðun. Stjórn og forstjóri ÁTVR staðfesta ársreikning að lokinni endurskoðun.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 14. gr. laga nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 12. nóvember 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Elmar Hallgríms.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica