Brottfallnar reglugerðir

521/2004

Reglugerð um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa. - Brottfallin

521/2004

REGLUGERÐ
um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa.

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um lánshlutfall og fjárhæðir ÍLS-veðbréfa, sem gefin eru út samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Um framkvæmd og nánari skilyrði lánveitinga Íbúðalánasjóðs gildir reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf.


2. gr.
Lánshlutfall almennra íbúðalána.

Fjárhæð ÍLS-veðbréfs skv. VI. kafla reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf getur numið allt að 70% af matsverði íbúðar, ef umsækjandi er að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, en annars allt að 65% af matsverði.


3. gr.
Hámarksfjárhæð almennra íbúðalána.

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs til kaupa á notaðri íbúð er 9.200.000 kr. en 9.700.000 kr. vegna nýbyggingar.

Uppfærð áhvílandi ÍLS-veðbréf og fasteignaveðbréf, sem skipt hefur verið fyrir húsbréf, koma til frádráttar fyrrgreindum fjárhæðum.


4. gr.
Hámark lána vegna viðauka og til endurbóta.

Lán skv. VII. kafla reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, ásamt öllum uppfærðum lánum sem á undan hvíla, skal rúmast innan við 65% af matsverði viðkomandi íbúðar.

Fjárhæð láns samkvæmt þessari grein og uppreiknaðra áhvílandi ÍLS-veðbréfa og fasteignaveðbréfa, sem skipt hefur verið fyrir húsbréf, má samanlagt ekki nema hærri fjárhæð en 12.000.000 kr. Aukalán til einstaklinga með sérþarfir skerða ekki þetta hámark.

Útgefið ÍLS-veðbréf samkvæmt þessari grein skal að lágmarki nema 570.000 kr.


5. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2004.


Félagsmálaráðuneytinu, 5. júní 2004.

Árni Magnússon.
Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica