Brottfallnar reglugerðir

917/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi afplánunarfanga til afplánunar utan fangelsis. - Brottfallin

917/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 719/1995 um leyfi
afplánunarfanga til afplánunar utan fangelsis.

1. gr.

Við 1. mgr. 8. gr. bætist nýr málsliður, er orðist svo:
Ef innan við 6 mánuðir eru liðnir frá því að fangi hóf afplánun eftir að gæsluvarðhaldi lauk og hann hefur í þeim dómi verið dæmdur fyrir brot sem um getur í 2. mgr. 3. gr. skulu þó leyfi samkvæmt 2. kafla að jafnaði vera í fylgd.


2. gr.

1. mgr. 24. gr. orðist svo:
Ekki er heimilt að veita fanga leyfi til dvalar utan fangelsis samkvæmt þessum kafla fyrr en hann hefur verið í samfelldri afplánun 1/3 hluta refsitímans, að meðtalinni gæsluvarðhaldsvist, en þó verður afplánun að hafa staðið samfellt yfir í 1 ár að meðtalinni gæsluvarðhaldsvist.


3. gr.

28. gr. orðist svo:
Ekki er heimilt að veita fanga leyfi til dvalar utan fangelsis samkvæmt þessum kafla fyrr en hann hefur verið í samfelldri afplánun í 1 ár hið skemmsta, og er heimilt að taka tillit til gæsluvarðhaldsvistar í því sambandi.


4. gr.

35. gr. orðist svo:
Ekki er heimilt að veita fanga leyfi til dvalar utan fangelsis samkvæmt þessum kafla fyrr en hann hefur verið í samfelldri afplánun í 1 ár hið skemmsta, og er heimilt að taka tillit til gæsluvarðhaldsvistar í því sambandi.


Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 36. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48 19. maí 1988, sbr. lög nr. 123 15. desember 1997, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. desember 2000.

Sólveig Pétursdóttir.
Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica