Brottfallnar reglugerðir

328/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

a. Nýr liður, 01.74, orðist svo:

01.74 Ökutæki fyrir hættulegan farm.

(1) Ökutæki sem búið er samkvæmt ADR-reglum til að flytja hættulegan farm.

b. Liður 01.81 (1) orðist svo:

Vélknúið ökutæki sem getur verið hannað stærra en hámarksgildi reglugerðarinnar, eða reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja, segja til um og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg eða meira að eigin þyngd.

c. Nýr liður, 01.87, orðist svo:

01.87 Rallbifreið.

(1) Bifreið sem ætluð er til rallkeppni og getur verið sérbyggð og hönnuð sterkbyggðari en sambærileg bifreið og með aukabúnað sem almennt er ekki notaður í eða á bifreiðir í almennri umferð.

2. gr.

6. gr. breytist þannig:

a. Við lið 06.00 (1) bætist í stafrófsröð:

Hamlarakerfi:

Hemlakerfi sem ætlað er til að jafna ökuhraða.

b. Nýr liður, 06.07 (4), orðist svo:

(4) Hemlalæsivörn fyrir eftirvagna er skipt skv. EB tilskipun nr. 98/12 um breytingu á tilskipun nr. 71/320 á eftirfarandi hátt:

Flokkur A: Uppfyllir allar kröfur tilskipunarinnar.

Flokkur B: Þarf ekki að uppfylla allar kröfur um hemlunarvirkni á vegi með mismunandi núningsviðnámi hægra og vinstra megin.

c. Nýr liður, 06.09, orðist svo:

06.09 Hamlari.

Hamlari skal uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eða ákvæði ECE reglugerðar nr. 13.

(2) Hamlari getur verið af eftirfarandi þremur gerðum:

a. Sjálfstætt hemlakerfi: Stjórnbúnaðurinn er óháður aksturshemlum og öðrum hemlum.

b. Sambyggt hemlakerfi: Stjórnbúnaðurinn er sambyggður stjórnbúnaði aksturshemla.

c. Samtengt hemlakerfi: Stjórnbúnaðurinn er samtengdur aksturshemli og hægt að aftengja hann þannig að aksturshemill virki einn.

d. Nýr liður, 06.74, orðist svo:

06.74 Ökutæki fyrir hættulegan farm:

(1) Vélknúið ökutæki sem er meira en 16.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða er ætlað til að draga eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd skal búið hemlum með læsivörn í flokki I.

(2) Eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd skal búinn hemlum með læsivörn í flokki A.

(3) Vélknúið ökutæki sem er meira en 16.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða er ætlað til að draga eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd skal búið hamlara.

3. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. Liður 07.00 (1) orðist svo:

(1) Skilgreiningar.

Auðkenningarborði:

Borði úr endurskinsefni sem ætlaður er til að auka sýnileika ökutækis. Auðkenningarborði er annað hvort langborði eða útlínuborði.

Glitmerking:

Endurskinsefni sem ætlað er til upplýsinga og/eða til að auglýsa fyrirtæki eða stofnun, vöru o.þ.h.

b. Núverandi liðir 07.00 (1) og (2) verði 07.00 (2) og (3).

c. 1. málsl. í lið 07.00 (1), sem verður 07.00 (2), sbr. reglugerð nr. 102/1998, orðist svo:

Óheimilt er að nota á ökutæki önnur ljósker, perur eða glitaugu, þ.m.t. endurskinsefni, en þau sem boðin eru eða heimiluð í reglugerð þessari eða öðrum reglum sem ráðuneytið setur.

d. 1. málsl. í lið 07.00 (4) orðist svo:

Með hámarkshæð ljóskers, glitauga eða auðkenningarborða er átt við hæð frá akbraut að efri brún ljós- eða endurskinsflatar.

e. Við lið 07.00 (8) bætist ný málsgrein sem orðist svo:

Glitmerking er einungis heimil samhliða notkun útlínuborða. Endurskin frá glitmerkingu skal vera áberandi daufara en endurskin frá útlínuborðum.

f. 4. mgr. í lið 07.01 (11) orðist svo:

Notkun: Ljóskerin má einungis nota:

- utan alfaravega

- í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða skafrennings.

Ljóskerin skulu vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.

g. Fyrirsögn liðar 07.02 orðist svo:

07.02 Glitaugu og endurskinsefni.

h. Við 1. mgr. (Litur) í lið 07.02 (3) bætist: Heimilt er að litur á öftustu hliðarglitaugum sé rauður ef þau eru sambyggð rauðum afturvísandi glitaugum eða ljóskerum. Einnig er heimilt að á ökutækjum frá N-Ameríku sé litur aftasta glitauga hvoru megin rauður.

i. Nýir liðir, 07.02 (4) og (5), orðist svo:

(4) Auðkenningarborðar.

Litur: Afturvísandi auðkenningarborði skal vera rauður, hliðarvísandi borði gulur og framvísandi borði hvítur.

Staðsetning: Hæð neðsta hlutar útlínuborða og hæð langborða skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Hæð langborða má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis. Langborði skal vera því sem næst láréttur eftir endilöngum hliðum ökutækis og þvert yfir afturgafl þess en útlínuborði skal fylgja útlínum á hliðum og afturgafli.

Endurskinsstyrkur: Lágmarks endurskinsstyrkur borðaefnisins skal vera skv. töflu 1 í viðauka 7 við ECE reglur nr. 104.

Stærð: Breidd auðkenningarborða skal vera 50 mm +10/-0 mm. Ef lengd auðkenningarborða er rofin skal bil milli borðahluta ekki vera meira en 50% af lengd stysta borðahlutans. Lengd langborða skal nema a.m.k. 80% af heildarlengd eða heildarbreidd ökutækisins.

(5) Glitmerkingar.

Litur: Heimilt er að endurskinsefni til upplýsinga eða auglýsinga sé af mismunandi litum.

Staðsetning: Glitmerking er einungis heimil á hlið ökutækis og í greinilegri fjarlægð frá útlínuborðum eða ljóskerum.

Endurskinsstyrkur: Hámarks endurskinsstyrkur endurskinsefnisins skal vera skv. töflu 2 í viðauka 7 við ECE reglur nr. 104.

Stærð: Samanlagður flötur endurskinsefnisins skal ekki vera stærri en 2,0 m2. Hæð stafa skal vera á milli 300 og 1000 mm og hámarksfjöldi þeirra 14.

j. Nýr liður, 07.12 (2), orðist svo:

(2) Heimilt er að hópbifreið sé búin auðkenningarborðum og glitmerkingu.

k. Nýr liður, 07.14 (2), orðist svo:

(2) Heimilt er að vörubifreið sé búin auðkenningarborðum og glitmerkingu.

l. Nýr liður, 07.52 (2), orðist svo:

Heimilt er að eftirvagn II sé búinn auðkenningarborðum og glitmerkingu.

m. Nýr liður, 07.72 (4), orðist svo:

(4) Heimilt er að lögreglubifreið og sjúkraflutningabifreið sé búin glitmerkingu á hlið og að aftan, án þess að ökutækið uppfylli ákvæði um útlínuborða, sbr. 4. mgr. í lið 07.00 (8), og þrátt fyrir ákvæði um staðsetningu í lið 07.02 (5). Borðaefni skal ekki vera breiðara en 120 mm og þrátt fyrir ákvæði um stærð í lið 07.02 (5) skulu stafir ekki vera hærri en 120 mm.

4. gr.

Við viðauka I bætist nýr liður, sem orðist svo:

74 Ökutæki fyrir hættulegan farm.

06.74: Hemlalæsivörn og hamlari.

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 3. maí 1999.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica