Brottfallnar reglugerðir

242/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. október 1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. október 1993.

 

1. gr.

3. gr. breytist þannig:

a.            Liður 03.10 (1), 3. efnismgr., orðist svo:

Hemlar: Staðfesting eða vottorð frá framleiðanda viðkomandi bifreiðar eða óháðum rannsóknaraðila um að hún standist kröfur um hemla skv. EBE tilskipun nr. 71/320 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/194, eða öðrum sambærilegum reglum og nánari ákvæðum í 6. gr.

b.            Liður 03.10 (1), 5. efnismgr., orðist svo:

Hljóðstyrkur: Staðfesting eða vottorð frá framleiðanda viðkomandi bifreiðar eða óháðum rannsóknaraðila um að hún standist kröfur um takmörkun hljóðstyrks skv. EBE tilskipun nr. 70/157 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 89/491, eða öðrum sambærilegum reglum. Einnig skal tilgreina tölulegar niður­stöður hljóðstyrksmælingar samkvæmt kyrrstöðumælingu.

c.            Liður 03.10 (2) orðist svo:

Með bifreið sem skráð hefur verið erlendis, í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, annarri en um getur í liðum 03.02 (4) eða 03.02 (5), skal framvísa staðfestingu eða vottorði um að hún uppfylli ákvæði skv. 18. gr. um takmörkun mengandi efna í útblæstri.

d.            Upphaf liðar 03.11 (1) orðist svo:

Með umsókn um gerðarviðurkenningu fólksbifreiðar skulu fylgja eftirfarandi gögn á grunni EBE tilskipunar nr. 70/156 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 87/403:

e.            Upphaf liðar 03.13 (1) orðist svo:

Með umsókn um gerðarviðurkenningu sendibifreiðar skulu fylgja eftirfarandi gögn á grunni EBE tilskipunar nr. 70/156 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 87/403:

f.             Liður 03.22, 2. efnismgr., orðist svo:

Hljóðstyrkur: Staðfesting eða vottorð frá framleiðanda viðkomandi bifhjóls eða óháðum rannsóknaraðila um að það standist kröfur sem gerðar eru um takmörkun hljóðstyrks skv. EBE tilskipun nr. 78/1015 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 89/235, eða öðrum sambærilegum reglum. Einnig skal tilgreina tölu­legar niðurstöður hljóðstyrksmælingar samkvæmt kyrrstöðumælingu.

g.            Upphaf liðar 03.30 (1) orðist svo:

Með umsókn um gerðarviðurkenningu dráttarvélar skulu fylgja eftirfarandi gögn á grunni EBE tilskipunar nr. 74/150 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/297:

h.            Liður 03.30 (1), 1. efnismgr., orðist svo:

Hemlar: Staðfesting eða vottorð frá framleiðanda viðkomandi dráttarvélar eða óháðum rannsóknaraðila um að hún standist kröfur um hemla skv. EBE tilskipun nr. 76/432 með breytingu í tilskipun nr. 82/890 eða öðrum sambærilegum reglum.

i.             Liður 03.30 (1), 2. efnismgr., orðist svo:

Hljóðmerki: Staðfesting eða vottorð frá framleiðanda viðkomandi dráttarvélar eða óháðum rannsóknaraðila um að hún standist kröfur um hljóðmerki skv. EBE tilskipun nr. 74/151 með breytingu í tilskipun nr. 88/410 eða óðrum sambærilegum reglum.

j.             Nýr liður, 03.50 (1), orðist svo:

(1)        Með umsókn um gerðarviðurkenningu eftirvagns með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna skulu fylgja eftirfarandi gögn á grunni EBE tilskipunar nr. 70/156 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 87/403:

 

2. gr.

4. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 04.10, orðist svo:

04.10      Bifreið.

(1)        Flötur fyrir aftanvert skráningarmerki bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/222.

 

(2)        Ef skilti með varanlega skráðu verksmiðjunúmeri bifreiðar og öðrum ökutækis­bundnum upplýsingum er fest við bifreiðina telst það hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að greina bifreiðina ef það er í samræmi við ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/114 með breytingum í tilskipun nr. 78/507.

b.            Nýr liður, 04.30, orðist svo:

04.30      Dráttarvél.

(1)           Flötur fyrir skráningarmerki dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/151 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/410.

(2)           Ef skilti með varanlega skráðu verksmiðjunúmeri dráttarvélar og öðrum ökutækis­bundnum upplýsingum er fest við dráttarvélina telst það hafa fullnægjandi upplýs­ingar til þess að greina dráttarvélina ef það er í samræmi við ákvæði EBE tilskip­unar nr. 89/173.

c.            Nýr liður, 04.50 (2), orðist svo:

(2)           Flötur fyrir skráningarmerki eftirvagns telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 701222.

d.            Nýr liður, 04.50 (3), orðist svo:

(3)        Ef skilti með varanlega skráðu verksmiðjunúmeri eftirvagns og öðrum ökutækis­bundnum upplýsingum er fest við erftirvagninn telst það hafa fullnægjandi upplýs­ingar til þess að greina eftirvagninn ef það er í samræmi við ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/114 með breytingu í tilskipun nr. 78/507.

 

3. gr.

5. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 05.10 (8), orðist svo:

(8)           Stýrisbúnaður bifreiðar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/311 eru uppfyllt.

b.            Nýr liður, 05.30 (3), orðist svo:

(3)           Stýrisbúnaður dráttarvélar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 75/321 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/411 eru uppfyllt.

c.            Nýr liður, 05.30 (4), orðist svo:

(4)           Þyngdarklossar til þess að fergja framás dráttarvélar, þannig að unnt sé að stýra ökutækinu á öruggan hátt, skulu uppfylla viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/1510 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/410 eða sambærilegar reglur.

d.            Nýr liður, 05.50 (3), orðist svo:

(3)           Stýrisbúnaður eftirvagns og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/311 eru uppfyllt.

 

4. gr.

6. gr breytist þannig:

a.            Nýr liður, 06.10 (18), orðist svo:

(18)         Hemlabúnaður bifreiðar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/194, eru uppfyllt.

b.            Nýr liður, 06.30 (9), orðist svo:

(9)        Hemlabúnaður dráttarvélar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/432 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

c.            Nýr liður, 06.30 (10), orðist svo:

(10)         Stjórnbúnaður til hemlunar eftirvagns dráttarvélar og hemlunarlagnir milli dráttarvélar og eftirvagns telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/173 eru uppfyllt.

d.            Liður 06.50 (16) orðist svo:

Hemlabúnaður eftirvagns og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/194, eru uppfyllt.

e.            Núverandi liður 06.50 (16) verði: 06.50 (17).

 

5. gr.

7. gr. breytist þannig:

a.            Liður 07.00 (3) falli niður.

b.            Liður 07.10 (3) orðist svo:

Aðalljósker og perur í þau skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/761 með breytingu í tilskipun nr. 89/517, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 1.01 og 37.03 eða DOT merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

c.            Liður 07.10 (4) orðist svo:

Þokuljósker skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/762, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 19.02 eða DOT merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

Perur í þokuljósker skulu vera viðurkenndar og E-merktar í samræmi víð ECE reg. nr. 37.03 eða DOT merktar í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

d.            Núverandi liðir 07.10 (4), (5) og (6) verði: 07.10 (5), (6) og (7).

e.            Nýr liður, 07.10 (8), orðist svo:

(8)           Glitaugu bifreiðar skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/757, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 3.02 eða DOT merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

f.             Nýr liður, 07.10 (9), orðist svo:

(9)           Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna bifreiðar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/756 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 89/278, eru uppfyllt.

Virkni og gerð ljóskera bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 761758 með breytingum í tilskipun nr. 89/516, EBE tilskipunar nr. 76/759 með breytingum í tilskipun nr. 89/277, EBE tilskipunar nr. 76/760, EBE tilskipunar nr. 77/538 með breytingum í tilskipun nr. 89/518, EBE tilskipunar nr. 77/539 og EBE tilskipunar nr. 77/540 eru uppfyllt.

g.            Núverandi liðir 07.22 (5) og (6) verði: 07.20 (5) og (6).

h.            Nýr liður, 07.30 (8), orðist svo:

(8)           Glitaugu dráttarvélar skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 79/532 með breytingum í tilskipun nr. 82/890, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 3.02 eða DOT merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

i.             Nýr liður, 07.30 (9), orðist svo:

(9)           Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/933 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

Virkni og gerð ljóskera dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 79/532 með breytingum í tilskipun nr. 821890 eru uppfyllt.

j.             Liður 07.50 (6) orðist svo:

Glitaugu eftirvagns skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/757, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 3.02 eða DOT merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

k.            Nýr liður, 07.50 (8), orðist svo:

(8)           Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna eftirvagns telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/756 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 89/278, eru uppfyllt.

Virkni og gerð ljóskera eftirvagns telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/758 með breytingum í tilskipun nr. 89/516, EBE tilskipunar nr. 76/759 með breytingum í tilskipun nr. 89/277, EBE tilskipunar nr, 76/760, EBE tilskipunar nr. 77/538 með breytingum í tilskipun nr. 89/518, og EBE tilskipunar nr. 77/539 eru uppfyllt.

Núverandi liðir 07.50 (6) og (7) verði: 07.50 (7) og (9).

 

6. gr.

8. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 08.10 (2), orðist svo:

(2)           Styrkur sæta og sætisfestinga telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/408 með breytingum í tilskipun nr. 81/557 eru uppfyllt.

b.            Nýr liður, 08.10 (3), orðist svo:

(3)           Merkingar á stjórnbúnaði og gaumljósum bifreiðar teljast vera fullnægjandi ef þær uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/3/6.

c.            Nýr liður, 08.30 (2), orðist svo:

(2)           Gerð ökumannssætis dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/764 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/465, eru uppfyllt.

d.            Nýr liður, 08.30 (3), orðist svo:

(3)           Staðsetning, festing og gerð farþegasæta dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr, 76/763 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

e.            Nýr liður, 08.30 (4), orðist svo:

(4)           Fyrirkomulag, staðsetning, virkni og merkingar á stjórnbúnaði dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 86/415 eru uppfyllt.

f.             Nýr liður, 08.30 (5), orðist svo:

(5)           Athafnarými ökumanns dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 80/720 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/414 eru uppfyllt.

 

7. gr.

9. gr, breytist þannig:

a.            Liður 09.10 (7) orðist svo:

Baksýnisspeglar bifreiðar og speglunarsvið þeirra með tilliti til staðsetningar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/127 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 88/321, eru uppfyllt.

b.            Núverandi liður 09.10 (7) verði: 09.10 (8). c. Nýr liður, 09.11 (3), orðist svo:

(3)           Sjónsvið ökumanns fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef það uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 77/649 með breytingum í tilskipunum nr. 81/643 og 88/366.

d.            Nýr liður, 09.11 (4), orðist svo:

(4)           Búnaður til þess að fjarlægja móðu og hrím af rúðum fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/317.

e.            Nýr liður, 09.11 (5), orðist svo:

(5)           Búnaður til þess að hreinsa framrúðu fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/318.

f.             Liður 09.20 (3) orðist svo:

Baksýnisspeglar á bithjóli og speglunarsvið þeirra með tilliti til staðsetningar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 80/780 með breytingum í tilskipun nr. 80/1272 eru uppfyllt. Baksýnisspegill á bifhjóli skal vera viðurkenndur skv. sömu EBE tilskipunum eða sambærilegum reglum og e-, E- eða DOT merktur.

g.            Nýr liður, 09.30 (5) orðist svo:

(5)           Styrkur og eiginleikar glers í framrúðu og öðrum rúðum dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/173 eru uppfyllt.

h.            Nýr liður, 09.30 (6), orðist svo:

(6)           Virkni rúðuþurrka og sjónsvið ökumanns dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef það uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/347 með breytingum í tilskipunum nr. 79/1073 og 82/890.

i.             Nýr liður, 09.30 (8), orðist svo:

(7)           Baksýnisspeglar dráttarvélar og speglunarsvið þeirra með tilliti til staðsetningar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/346 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

 

8. gr.

10. gr, breytist þannig:

a.            Nýr liður, 10.11, orðist svo:

10.11      Fólksbifreið.

(1)           Búnaður til hitunar og loftræstingar fólksrýmis fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/548.

 

9. gr.

11. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 11.11, orðist svo:

11.11      Fólksbifreið.

(1)           Dyrabúnaður fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/387.

b.            Nýr liður, 11.13, orðist svo:

11.13      Sendibifreið.

(1)           Dyrabúnaður sendibifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/387.

c.            Nýr liður, 11.14, orðist svo:

11.14      Vörubifreið.

(1)           Dyrabúnaður vörubifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/387.

d.            Nýr liður, 11.30 (2), orðist svo:

(2)           Aðgangur að ökumannssæti, dyr, gluggar og neyðarútgangar dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 80/720 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/414 eru uppfyllt.

e.            Nýr liður, 11.50 (2), orðist svo:

(2)           Dyrabúnaður eftirvagns telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/387.

 

10. gr.

12. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 12.10 (3), orðist svo:

(3)           Búnaður bifreiðar til aksturs aftur á bak og búnaður til mælingar á ökuhraða bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 75/443.

b.            Nýr liður, 12.30 (3), orðist svo:

(3)           Búnaður dráttarvélar til aksturs aftur á bak telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 79/533 með breytingu í tilskipun nr. 82/890.

c.            Nýr liður, 12.30 (4), orðist svo:

(4)           Ef dráttarvél hefur búnað til takmörkunar á snúningshraða hreyfils telst hann vera fullnægjandi ef hann er í samræmi við viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/ 173.

d.            Nýr liður, 12.30 (5), orðist svo:

(5)           Gerð aflúrtaka á dráttarvél og hlífar yfir þeim teljast vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 86/297 eru uppfyllt.

e.            Nýr liður, 12.30 (6), orðist svo:

(6)           Gerð og fyrirkomulag hlífa yfir hreyfli og drifbúnaði dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/173 eru uppfyllt.

f.             Nýr liður, 12.30 (7), orðist svo:

(7)           Þegar hönnunarbundinn hámarkshraði dráttarvélar er mældur telst mælingar­aðferðin vera fullnægjandi ef hún er í samræmi við viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/152 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/412.

 

11. gr.

13. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 13.10, orðist svo:

13.10      Bifreið.

(1)           Búnaður bifreiðar til hljóðmerkisgjafar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/388.

b.            Nýr liður, 13.30, orðist svo:

13.30      Dráttarvél.

(1)           Búnaður dráttarvélar til hljóðmerkisgjafar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/151 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/410.

 

12. gr.

14. gr. breytist þannig:

a.            Liður 14.00 (I) orðist svo:

Skilgreiningar:

 

Burðarvirki:

Grind eða sjálfberandi yfirbygging eða sambland af þessu.

 

Dráttarbúnaður:

Búnaður á ökutæki sem festa má í dráttartaug eða dráttarstöng á tryggilegan hátt.

b.            Nýr liður, 14.10, orðist svo:

14.10      Bifreið.

( 1)          Á bifreið framanverðri skal vera dráttarbúnaður.

(2)           Dráttarbúnaður bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 77/389.

c.            Nýr liður, 14.11, orðist svo:

14.11      Fólksbifreið.

(1)           Á aftanverðri fólksbifreið skal vera dráttarbúnaður. d. Nýr liður, 14.30, orðist svo:

14.30      Dráttarvél.

(1)           Framanvert á dráttarvél á hjólum skal vera dráttarbúnaður með gegnumgangandi bolta.

(2)           Dráttarbúnaður dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 79/533 með breytingu í tilskipun nr. 82/890.

 

13. gr.

17. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 17.11 (3), orðist svo:

(3)           Skermun hjóla fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/549 eru uppfyllt.

b.            Nýr liður, 17.30 (5), orðist svo:

(5)           Skermun hjóla dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/173 eru uppfyllt.

 

14. gr.

18. gr. breytist þannig:

a.            Liður 18.10 (2) orðist svo:

Afl hreyfils skal vera a.m.k. 6 kW fyrir hvert tonn af leyfðri heildarþyngd bifreiðar án eftirvagns, en a.m.k. 5 kW fyrir bifreið með eftirvagn, skv. ákvæðum um mælingaraðferð í EBE tilskipunum nr. 80/1269 með breytingum í tilskipun nr. 88/195 og 89/491.

b.            Liður 18.10 (6) orðist svo:

Eldsneytisgeymar og eldsneytisleiðslur skulu vera úr seigu og endingargóðu efni sem stenst tæringu, áhrif hita og kulda og þolir það eldsneyti sem notað er. Eldsneytisgeymir skal vera úr óeldfimu efni eða uppfylla ákvæði um prófun í EBE tilskipun nr. 70/221 með breytingum í tilskipunum nr. 79/490 og 81/333.

Á eftir 2. mgr. c-liðar í 1ið 18.10 (9), á eftir töflu, komi ný mgr., sem verði 3. mgr., og orðist svo:

Takmörkun á sótmengun í útblæstri bifreiðar sem búin er dísilhreyfli telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 72/306 með breytingum í tilskipun nr. 89/491 eru uppfyllt.

d.            Nýr liður, 18.10 (12), orðist svo:

(12)         Búnaður til þess að hindra að óviðkomandi geti ekið bifreið telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/61.

e.            Nýr liður, 18.10 (13), orðist svo:

(13)         Þegar eldsneytiseyðsla bifreiðar er mæld telst mælingaraðferðin vera fullnægjandi ef hún er í samræmi við ákvæði EBE tilskipunar nr. 80/1268 með breytingum í tilskipun nr. 89/491.

f.             Nýr liður, 18.10 (14), orðist svo:

(14)         Hljóðdeyfibúnaður fyrir útblástur frá hreyfli bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/157 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 89/491, eru uppfyllt. Takmörkun hljóðstyrks frá bifreið telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði sömu tilskipana eru uppfyllt.

g.            Nýr liður, 18.10 (15), orðist svo:

(15)         Ef bifreið með dísilhreyfli uppfyllir ekki viðkomandi ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 91/441, skal dísilhreyfill bifreiðarinnar uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 88/77 með breytingum í tilskipun nr. 91/542 eða sambærilegar reglur.

h.            Liður 18.12 (9), 2. mgr. liðar 18.13 (2) og liður 18.14 (3) falli niður.

i.             Nýr liður, 18.22 (3), orðist svo:

(3)           Hljóðdeyfibúnaður fyrir útblástur frá hreyfli þungs bílhjóls telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/1015 með breytingum í tilskipunum nr. 87156 og 89/235 eru uppfyllt. Takmörkun hljóðstyrks frá þungu bilhjóli telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði sömu tilskipana eru uppfyllt.

j.             Liður 18.30 (3) orðist svo:

Dísilhreyfill dráttarvélar á hjólum skal uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 77/537 með breytingum í tilskipun nr. 821890 eða aðrar sambærilegar reglur.

k.            Nýr liður, 18.30 (4), orðist svo:

(4)           Styrkur og fyrirkomulag eldsneytisgeyma dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 741151 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/410 eru uppfyllt.

l.             Nýr liður, 18.30 (5), orðist svo:

(5)           Hljóðdeyfibúnaður fyrir útblástur frá hreyfli dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 741151 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/410 eru uppfyllt. Takmörkun hljóðstyrks frá dráttarvél telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði sömu tilskipana eru uppfyllt.

 

15. gr.

19. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 19.10 (5), orðist svo:

(5)           Takmörkun rafsegultruflana frá bifreið sem búin er hreyfli með rafkveikju telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 72/245 með breytingum í tilskipun nr. 89/491 eru uppfyllt.

b.            Nýr liður, 19.30 (2), orðist svo:

(2)           Takmörkun rafsegultruflana frá dráttarvél sem búin er hreyfli með rafkveikju telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 751322 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

 

16. gr.

21. gr. breytist þannig:

a.            Nýr liður, 21.30 (3), orðist svo:

(3)           Styrkur, staðsetning og gerð tengibúnaðar dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 891173 eru uppfyllt.

 

17. gr.

22. gr. breytist þannig:

a.            Liður 22.11 orðist svo:

Fólksbifreið.

(1)           Heimilt er að fólksbifreið, sérbúin til íbúðar, uppfylli aðeins ákvæði stafliðar b í 1ið 22.10 (1).

(2)           Áferð innréttingar í fólksrými fólksbifreiðar, að undanþegnum baksýnisspegli, stjórnbúnaði, þaklúgu, sætisbökum og afturhluta sæta, telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/60 með breytingum í tilskipun nr. 78/632 eru uppfyllt.

(3)           Ákvæði um takmörkun útstæðra hluta á ytri hluta yfirbyggingar, að tengikúlu og útispeglum undanþegnum, teljast vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/483 með breytingum í tilskipun nr. 79/488 eru uppfyllt.

b.            Liður 22.30 (2) orðist svo:

Hús eða veltigrind á dráttarvél á hjólum með lágmarkssporvídd drifáss 1150 mm eða meira skal uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 77/536 með breytingum í tilskipun nr. 89/680 og EBE tilskipunar nr. 791622 með breytingum í tilskipunum nr. 82/953 og 88/413 eða sambærileg ákvæði.

Hús eða veltigrind á dráttarvél á hjólum með lágmarkssporvídd drifáss minni en 1150 mm skal uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 86/298 með breytingum í tilskipun nr. 89/682 og EBE tilskipunar nr. 87/402 með breytingum í tilskipun nr. 89/681 eða sambærileg ákvæði.

c.            Nýr liður, 22.30 (3), orðist svo:

(3)           Ökumannshús skal þannig búið innanvert að komist verði hjá óþarfa hávaða frá hreyfli og aflrás dráttarvélar.

d.            Nýr liður, 22.30 (4), orðist svo:

(4)           Takmörkun hljóðstyrks í eyrnahæð ökumanns dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 77/311 með breytingum í tilskipun nr. 82/890 eru uppfyllt.

e.            Nýr liður, 22.30 (5), orðist svo:

(5)           Staðsetning og fyrirkomulag palls fyrir farm dráttarvélar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/152 með breytingum í tilskipunum nr. 82/890 og 88/412 eru uppfyllt.

f.             Nýr liður, 22.30 (6), orðist svo:

(6)           Fyrirkomulag hlífa yfir útstæðum hlutum á dráttarvél telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/173 eru uppfyllt.

 

18. gr.

23. gr. breytist þannig:

a.            Liður 23.10 (1) orðist svo:

Gerð og festingar afturvarnar á bifreið telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/221 með breytingum í tilskipunum nr. 79/490 og 81/333 eru uppfyllt.

b.            Liður 23.14 (3) orðist svo:

Ef vörubifreið er búin hliðarvörn skal hún vera skv. 1ið 23.02 eða uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 89/297.

c.            Liður 23.50 (1) orðist svo:

Gerð og festingar afturvarnar á eftirvagni telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 70/221 með breytingum í tilskipunum nr. 79/490 og 81/333 eru uppfyllt.

d.            Liður 23.50 (2) orðist svo:

Frambrún hliðarvarnar má ekki vera aftar en sem nemur:

- 250 mm aftar en framhlið yfirbyggingar á hengivagni

- 500 mm aftan við framhjól á tengivagni

- 2700 mm aftan við tengipínna festivagns, en þó ekki lengra en 250 mm aftan víð þveiplan miðra stoðfóta.

e.            Nýr liður, 23.52, orðist svo:

23.52      Eftirvagn II.

(1)           Eftirvagn B skal búinn afturvörn.

(2)           f eftirvagn B er búinn hliðarvörn skal hún vera skv. 1ið 23.02 eða uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 891297.

 

19. gr.

24. gr. breytist þannig:

a.            Liður 24.10 (2) orðist svo:

Öryggisbelti og tengdur búnaður skal vera viðurkenndur skv. EBE tilskipun nr. 77/541 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 90/628, ECE reg, nr. 16.04 eða FMVSS staðli nr. 209. Einnig skal beltið vera e-, E- eða DOT merkt og merkt framleiðanda.

b.            Nýr liður, 24.10 (S), orðist svo:

(5)           Festur fyrir öryggisbelti teljast vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/115 með breytingum í tilskipunum nr. 81/575 og 82/318 eru uppfyllt.

c.            Nýr liður, 24.11 (3), orðist svo:

(3)           Styrkur og frágangur höfuðpúða telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 78f932 eru uppfyllt.

 

20. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka EES samningsins, öðlast þegar gildi.

EB gerðir sem vísað er til eru birtar í sérritunum EES-gerðir S4 og S5, sbr. auglýsingu nr. 31/1993 í C-deild Stjórnartíðinda.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. maí 1994.

Fh.r.

Ólafur W. Stefánsson.

Guðni Karlsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica