Brottfallnar reglugerðir

754/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð um tryggingar fasteigna-, fyrirtækja og skipasala nr. 613 3. nóvember 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð um tryggingar fasteigna-,
fyrirtækja og skipasala nr. 613 3. nóvember 1997.

1. gr.

                2. mgr. 1. gr. orðast svo:

                Trygging skal nema minnst 5.000.000 kr. vegna hvers einstaks tjónsatviks. Heildarfjárhæð tryggingabóta innan hvers vátryggingaárs skal nema minnst 10.000.000 kr. Tryggingafjárhæðir skulu miðast við vísitölu neysluverðs 181,3 og breytast 1. október ár hvert í samræmi við breytingar á vísitölunni.

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. og 17. gr. laga um fasteigna-, fyrirtækja og skipasölu, nr. 54 22. maí 1997 og öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 22. desember 1997.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Sigrún Jóhannesdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica