Leita
Hreinsa Um leit

Brottfallnar reglugerðir

586/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 119/1990 um bréfaskipti, símtöl og heimsóknir til afplánunarfanga. - Brottfallin

Reglugerð

 um breytingu á reglugerð nr. 119/1990

 um bréfaskipti, símtöl og heimsóknir til afplánunarfanga.

1. gr.

15. gr. orðist svo:

Fangi tekur á móti heimsóknum í heimsóknarherbergi, sé slíkt herbergi fyrir hendi, en ella tekur fangi á móti heimsókn í klefa sínum eða í öðru herbergi.

Í sérstökum tilvikum getur forstöðumaður fangelsisins ákveðið að heimsókn til fanga fari fram í öðrum vistarverum fangelsisins, en slík ákvörðun skal bókuð og ástæða tilgreind.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 30. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48/1988 öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. nóvember 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Hjalti Zóphóníasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica