Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

999/2015

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Þegar sæbjúgnaleyfum sem til ráðstöfunar eru hefur ekki verið úthlutað við upphaf fiskveiðiárs skal afstaða tekin til umsókna eftir því sem þær berast Fiskistofu. Berist tvær eða fleiri umsóknir sama dag skal byggja á veiðireynslu við úthlutun leyfa.

Krókaaflamarksbátum sem fá leyfi til veiða á sæbjúgum samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að veiða sæbjúgu með plóg, sbr. 7. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt bráðabirgðaákvæði svohljóðandi:

Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um leyfi sem ekki var úthlutað í kjölfar auglýsingar Fiski­stofu þann 28. júlí 2015 fyrir 10. nóvember 2015 og skal umsóknarfrestur vera 2 vikur. Við mat á umsóknum skal farið eftir ákvæðum 2. gr. eftir því sem við á.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. nóvember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica