Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

999/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289 10. maí 1995.

1. gr.

Á eftir 4. málsl. í texta með merki K01.11 í 18. gr. komi: Í jarðgöngum við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli og við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli para.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. desember 2001.

F. h. r.
Björn Friðfinnson.
Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica