Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

992/2019

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

1. gr.

Við reglugerðina bætast eftirtalin ákvæði:

7. gr. a

Eftirtalin varnarsvæði, eins og þau eru skilgreind í 3. gr. auglýsingar atvinnuvega- og nýsköp­unar­ráðuneytisins um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma nr. 88/2018 teljast "afskekkt svæði" í skiln­ingi 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009:

Norðausturhólf, Héraðshólf, Austfjarðahólf, Suðurfjarðahólf, Suðausturlandshólf, Öræfa­hólf, Vestfjarðahólf eystra og Vestfjarðahólf vestra.

Auk ofantalinna varnarhólfa teljast allar eyjar við Íslandsstrendur vera afskekkt svæði.

7. gr. b

Þær undanþágur sem heimilt er að veita samkvæmt 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 ná ekki til:

  a) Sláturhúsa, kjötgeymsla og kjötvinnslustöðva sem starfa á grundvelli löggildingar skv. 2. mgr. 5. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997.
  b) Aukaafurða eldisdýra, eins og þær eru skilgreindar í 3. tl. 3. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008, sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
  c) Aðila sem leyfiskyldir eru skv. 14. gr. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998.
  d) Loðdýra sem ekki eru haldin sem gæludýr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. nóvember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica