Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

992/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 24/1998, um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mælingu möskva skal mælistiku þannig beitt:

  1. Netið skal strekkt svo að möskvar teygist eftir lengdarlínu þess.
  2. Mjórri enda á stiku skal stungið í möskvann hornrétt á netið.
  3. Stikunni skal stungið inn í möskvann, annaðhvort með handafli eða með því að nota lóð eða aflmæli, þar til mælirinn stöðvast á skásettu hliðunum vegna viðnáms frá möskvanum.
  4. Leggmöskvi skal teygður milli upptökuhnúta þegar stikunni er stungið í hann.
  5. Möskvar T90 nets skulu mældir á milli upptökuhnúta, skáhallt (á legg) eftir lengdar­ási netsins.
  6. Þegar mældir eru möskvar í þorskfisknetum og hrognkelsanetum skulu þrír möskvar lagðir saman og teygðir horna á milli eftir lengd netsins.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands og laga nr. 151/1996, um veiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. nóvember 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica