Menntamálaráðuneyti

990/2006

Reglugerð um breyting á reglugerð um sveinspróf nr. 525/2000. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verði á 8. gr.:

a. 2. mgr. 8. gr. orðist svo:

Þegar próftaki hefur lokið sveinsprófi og niðurstöður þess liggja fyrir skal prófnefnd gefa honum kost á að sjá þær. Sé próftaki ósáttur við niðurstöður nefndarinnar getur hann óskað eftir skýringum á þeim. Telji hann enn ástæðu til að véfengja niðurstöðu sveins­prófs­nefndar kveður menntamálaráðherra til prófdómara til þess að fara yfir niður­stöð­una. Úrskurður prófdómara skal gilda.

b. 3. mgr. 8. gr. falli brott.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 24. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 16. nóvember 2006.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica