Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

985/2007

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um tilvísunaraðferðir fyrir greiningu brenndra drykkja (I).

1. gr.

Eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 frá 19. desember 2000 um tilvísunaraðferðir Bandalagsins fyrir greiningu brenndra drykkja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2001 frá 13. júlí 2001 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2091/2002 frá 26. nóvember 2002 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 um tilvísunaraðferðir Bandalagsins fyrir greiningu brenndra drykkja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2003 frá 16. maí 2003 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2001 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 47, 20. september 2001, bls. 5, eru birt sem fylgiskjöl 1 og 2 með reglugerð þessari.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2091/2002 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2003 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 39, 31. júlí 2003, bls. 9, eru birt sem fylgiskjöl 3 og 4 með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 12. október 2007.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Ingvi Már Pálsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica