Innanríkisráðuneyti

980/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.

1. gr.

Hvar sem orðið "Umferðarstofa", í hvaða beygingarfalli sem er, kemur fyrir í reglu­gerð­inni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

6. gr. breytist þannig:

a. 3. mgr. skal orðast svo:

Hættulegan farm má ekki flytja þegar það er bannað samkvæmt viðaukum A og B við ADR-samninginn, eins og þeir eru hverju sinni, sbr. þó ákvæði til bráðabirgða í reglugerð þessari.

b. Ný 4. mgr. kemur inn og skal hún orðast svo:

Hættulegan farm má flytja þegar skilyrði viðauka A og B við ADR-samninginn eru uppfyllt. Yfirlit um skilyrðin má finna í töflu A.

c. Núgildandi 4. mgr. verður 5. mgr.

3. gr.

8. gr. breytist þannig:

a. Í stað núgildandi 5. töluliðar A-liðar kemur nýr 5. töluliður og skal hann orðast svo:

Jarðgangakóði.

b. Núgildandi 5.-9. töluliður A-liðar verður 6.-10. töluliður A-liðar.

4. gr.

36. gr. fellur brott.

5. gr.

38. gr. breytist þannig að á eftir c-lið 2. mgr. bætist nýr liður sem orðast svo:

  1. Tilskipun nr. 2012/45/ESB frá 3. desember 2012 um aðra aðlögun á viðaukunum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/68/EB um flutning á hættulegum farmi á landi og skipgengum vatnaleiðum að framförum á sviði vísinda og tækni (töluliður 13. c.), sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 27. júní 2013 á bls. 158.

6. gr.

Ákvæði til bráðabirgða breytist þannig:

a. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða breytist þannig að í stað orðanna "sem skráð var fyrir 31. desember 1998" komi: sem framleitt var fyrir 31. desember 1996.

b. Við ákvæðið bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þau ökutæki sem Samgöngustofa (áður Umferðarstofa) hefur, við gildistöku reglugerðar þessarar, þegar undanþegið tilteknum ákvæðum ADR-reglna skulu halda gildi sínu til 31. desember 2014, að því gefnu að skilyrðum 3. mgr. sé fullnægt á gildistímanum.

7. gr.

Núverandi XVI. viðauki fellur brott og stað hans kemur nýr XVI. viðauki, sbr. viðauka reglugerðar þessarar.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica